Þá er kominn enn einn mánudagurinn, númer ég veit ekki hvað á þessu ári. Munurinn á þessum í dag og mörgum öðrum mánudögum er að hann var tekinn með bros á vör, Ingimar vakti mig klukkan 8 og spurði hvort ekki væri kominn dagur. Það er sko engin fýla á morgnana þegar sá stutti vaknar, heldur brosað í mót deginum og mikil tilhlökkun ríkir yfir hvað dagurinn ber í skauti sér. Meira hvað væri nú gott ef maður væri alltaf svona hress eins og stráksi, veit ekki hvaðan hann hefur þessa morgungleði...
Á laugardagskvöldið var skundað á tónleika með hjálmum, þar sem gestir voru Megas og KK. Alveg hreint ágæt skemmtun, reyndar voru þeir ekki eins skemmtilegir og tónleikarnir sem ég bloggaði um að ég held í mars á þessu ári en munurinn var að þá hafði ég litlar sem engar væntingar en núna voru þær heldur meiri. Megas stóð svo að sjálfsögðu fyrir sínu, þótt maður hafi nú ekki alltaf skilið hvað karlinn var að syngja :) KK kom svo skemmtilega á óvart.
Það sem vantaði hins vegar var 101-lopapeysa nr. 1, en þar sem hún er gengin í klaustur var hún vant við látin. Vist hennar í ausfirsku klaustri hefur nú varað í viku og ekki er laust við að farið sé að gæta á fráhvarfseinkennum. Við megum hins vegar eiga von á að sjá hana um mitt sumar þegar hún fær sína fyrstu reynslulausn suður í sollinn og þá verður svaka partý!!!
Baráttukveðjur austur í álið og sandfokið, sem nota bene er ekki vegna virkjanaframkvæmdanna á Kárahnjúkum (eða svo segir LV og ekki lýgur LV)!!!
Að lokum langar mig að segja ykkur smá sögu, sem ég varð reyndar ekki vitni að sjálfur. Um þarsíðustu helgi (16. júní) var haldin svaka veisla á kjallaranum á T12. Tvöföld útskrift þeirra bræðra Dags og Hrings og svo varð Gretar fimmtugur sömu helgi. Frábær veisla sem verður lengi í minnum höfð. Þau klikka sko seint partýin á T12 enda með eindemum góður partýstaður.
Eftir að ég hafði yfirgefið samkvæmið, fór í aðra útskrift, birtust hins vegar tveir menn, einkennisklæddir, með bros á vör. Já það hafði verið hvartað yfir háfaða frá veislunni. Ég tek það hér fram að það eru aldrei læti í þessu húsi, partý haldin kannski einu sinni á ári.
Þetta er ótrúlegt, meinsemin er greinilega yfirgengileg í sumu fólki. Ég tek það fram að löggan var hin rólegasta, það var bara lækkað í græunum og svo hélt stuðið áfram. En ertu ekki að grínast með með þetta. Að hringja á lögguna vegna partýs á laugardagskvöldi um mitt sumar, og klukkan rétt milli 1 og 2... Það hefur bara einhver nágranni verið að öfundast út í fólkið sem var boðið veislu á 16 júní (þessum hinum sama hefur greinlega ekki verið boðið neitt). Þegar ég heyrði þetta í gær varð ég bara orðlaus!!! Meira hvað fólk getur verið leiðinlegt. Eins og botnleðja sagði svo skemmtilega, "Fólk er fífl".
Dagur útskriftardúdd
Bless í bili elskurnar mínar
mánudagur, 25. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nágrannarnir hafa bara verið abbó, enda þrusupartý þarna á ferð :)
þakka góðar kveðjur :)
Já fólk er fífl. T12 hljómar kúl, hét ekki einhver hip hop sveit D12?
Kveðja úr moldrokinu
Skrifa ummæli