föstudagur, 29. júní 2007

Brosið fer ekki af :) Boltarýni


Það gerðist í gær. Mínir menn KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í gær og það Fram-ara. Safamýrarliðið lagt að velli!!! Ekki laust við að það geri sigurinn ögn sætari. Þetta var einn lélegasti leikur sumarsins, mikið hnoð og illa spilaður fótbolti en heppnin var með okkar mönnum.
Atli er nú skyldugur til að fara á alla leiki það sem eftir er sumarsins, ég er kominn með ársmiða (sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir) og þegar þetta fer saman getur leiðin ekki verið annað en upp á við!!! Njótum dagsins, tökum okkur frí eftir hádegi, náum okkur í tan og brosum út að eyrum. Lengi lifi stórveldið...

2 ummæli:

Vaka sagði...

Til hamingju með sigurinn! Ég dáist nú að seiglu þinni í að halda með þessum ******** en gott að þeir unnu, gefur ykkur smá vonanarneista :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með sigurinn, kominn tími til ;)