föstudagur, 8. júní 2007

Játning...

Þrátt fyrir að titillinn heiti játning vil ég taka fram að ég hef ekki keypt mér syndaaflausn fyrir krílið mitt (þ.e. bílinn minn). Hann á ég svo að geislabaugurinn verði ekki of þröngur og ég hef ekki í hyggju að kaupa skóg fyrir það sem hann mengar!!! Játningin sem ég verð hins vegar að deila með ykkur er að mér er orðið vingjarnt við... nýju tölvuna mína. Á sama tíma og hún hefur reynst mér vel hefur hún líka verið bölvuð bölvun (hmm hljómar skringilega). Maður er alltaf með þetta tól með sér, og fyrir vikið er maður orðinn tiltölulega háður þessu. Ýmis prinsipp voru strengd þegar ég keypti hana, en í þessum skrifuðu orðum hef ég t.d. brotið eitt þeirra, og það að taka hana aldrei með mér upp í rúm (hljómar mjög pervertiskt), en svona er það, maður er ekki fastari á prinsippunum en þetta. Á þessari stundu er mér farið að líða frekar illa með að tala um tölvuna mína sem persónu. Ætli mig vanti vini?
Að lokum langar mig að deila með ykkur smá "sögu". Ég hafði nefnilega lýst því yfir í vetur við D að ef ég fengi mér tölvu þyrfti hún að vera með touch-pad. Músin væri sem sagt snertiflötur. Ég fékk mér hins tölvu sem er ekki með svoleiðis, hún er hins vegar með sníp (eins og D kallar það og hér eftir, ef ég tala um snípinn meina ég músina). Snípnum er ég svo farinn að venjast, ansi vel, sem sýnir að maður getur bara vanist hverju sem er. Sérstaklega fólk með jafn mikla aðlögunarhæfileika og ég ;)
Hænu nú, og góða nótt. Það er nokkuð ljóst að bjórarnir þrír sem ég drakk í kvöld hafa kippt aðeins miðað við orðaflauminn :)
Hér fylgir svo mynd af "elskunni".

3 ummæli:

Linda Björk sagði...

hmm... ég er oft með mína tölvu í rúmið....hún á meira segja sinn stað við hliðina á rúminu :)

Vaka sagði...

úú... kannski vill IBM tölvan mín vera vinkona tölvunnar þinnar, hehehe...

Snípur lýsir þessu dimsi ágætlega :) Þegar maður er kominn upp á lag með snípinn (tekur nokkra daga) vill maður ekki sjá pödduna (touch-pad) aftur! Miklu betra að nota snípinn sko

Ólafur Ögmundarson sagði...

Let's set up a date ;)