föstudagur, 15. júní 2007

Önnur gömul úr safninu


Þá er það önnur gömul mynd úr safninu. Hún er af pabba á leið í vinnuna í kringum ´80 þegar hann var kennari í MS. Hann hafði gaman af því starfi en kveið samt fyrir hverri kennslustund (ættarbölvunin). Árið sem hann kenndi Njálu 4x var að hans sögn skemmtilegasta árið sem kennari í menntaskóla. Njála var líka hans uppáhalds Íslendingasaga.
Fræðimannastíll/stíll vinstri mannsins er mjög greinilegur og þessi taska er ennþá til, maður ætti kannski að draga hana fram :) Tómasarhagi 12 hefur hins vegar ekkert breyst miðað við þetta sjónarhorn á húsinu.

Engin ummæli: