laugardagur, 2. júní 2007

Skortur á kynlífslöngun...


Eins og titill færslunnar gefur til kynna verður hér fjallað um kynlífslöngun, en innblásturinn er fenginn úr grein á mbl.is þar sem fjallað er um kynlífslöngun danskra karlmanna, "Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla". Í greininni segir í stuttu máli að aukinn fjöldi danskra karlmanna leiti sér aðstoðar vegna áhugaleysis og ákveðnar útskýringar eru útlistaðar af hverju viðmælendur telja að heimur karla sé að breytast á þennan hátt. Þær eru eitthvað á þá leið að hlutverk kynjanna hafi breyst svo svakalega, staða karlmannsins sé ekki eins afmörkuð og áður og alið er á þessum blessuðu kreddum sem ennþá eru ríkjandi þrátt fyrir áratuga baráttu rauðsokka fyrir jafnari stöðu kynjanna (karlmaðurinn höndlar sem sagt ekki breytingar). Lítið hefur sem sagt breyst samkvæmt þessari grein, nema jú að staða karlmannanna hefur versnað (æ vonandi skiljiði hvað ég meina).
Ég hef hins vegar mínar skoðanir á því af hverju hlutirnir hafa breyst svona. Fyrir það fyrsta held ég að karlar hafa alltaf átt í þessum vanda en núna þora bara fleiri að leita sér aðstoðar vegna hans. Það er frábær þróun sem sýnir að við erum á réttri leið. Annað er að álag í dag er, að ég held, ekkert meira núna en það var fyrir 15-20 árum. Núna er bara gert meira úr því og ef álagið er orðið þannig vegna vinnu/annarra aðstæðna að pör/hjón geta ekki notið ásta hvort með öðru þá held ég (fyrir mína parta) að fólk þurfi að skoða stöðu sína mjög alvarlega því ef kynlífslöngunin er ekki til staðar er einni megin stoð sambandsins kippt undan því og þá fer allt að riða (vonandi samt ekki til falls). Eitt enn sem útskýrt getur þessar breytingar hjá dönskum körlum er að þar mælist mjög mikið magn kvenhormóna í umhverfinu, líkt og annars staðar í heiminum, sem leiðir e.t.v. af sér einhverjar innri breytingar sem svo koma fram í minni kynlífslöngum. Hver veit?
Megin ástæðan held ég hins vegar að sé bara vælukjóaháttur, aumingjaskapur og leti sem hrjáir allt of marga!!! Og hana nú.

3 ummæli:

dax sagði...

og hana nú (sagði hænan) :)

Unknown sagði...

Hi,this is Shinji from Tokyo Japan.
Could you join our blog as a writer from Iceland?

Our blog is as below
http://topics192.blogspot.com/

Vaka sagði...

Hjer í Ameríku fæst alls konar dót til að bæta kynlífsiðkun, eins og "(5+1) [sensored] positions for every day" og einhvers konar spjöld með ábendingum úr kventímaritun Cosmopolitan... Kaninn kann þetta :)