miðvikudagur, 23. apríl 2008

Nýja Jórvík

Nýja Jórvík er næsti viðkomustaður minn. Kannski verður bloggað þaðan næst?

Gleðilegt sumar öll sömul!!

föstudagur, 11. apríl 2008

Mín heittelskaða yndislegasta kærasta


átti að sjálfsögðu mynd af Rollunni minni, þ.e. Patrolnum. Hvað gerði ég án hennar? Auðvitað hefði ég átt að spyrja hana bara strax... ohh... ég get stundum verið svo eitthvað utan við mig.


Takk elsku besta Vaka dúllan mín!!! Set inn eina frábæra mynd af þér í þakklætisskyni!!!







ps... Þetta bloggaði "mín heittelskaða" sjálf, ég bað hana bara að setja inn mynd af Pattanum

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Hehehe....

Ég er búinn að selja jeppann minn :(

Ég seldi Rolluna í gær (nick fyrir Nissan Patrol). Svo þegar ég var að leita að mynd af kagganum fyrir þessa færslu komst ég að því að ég á ekki mynd af honum.... búhúhúú... Ég bið þig því lesandi góður, ef þú átt mynd af minni elskulegu rollu að senda mér eintak af myndinni.

Þjóðarsorg hefur því verið lýst yfir frá og með deginum í dag!

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Umhverfisdagar við HÍ - Hefur þú grænan grun?

Það er mér mikil ánægja að kynna umhverfisdaga í HÍ - ÞETTA ER EKKI GABB!!!

Dagskrá Umhverfisdaga í Háskóla Íslands er eftirleiðis:

1. apríl:

11:30
Opnir básar á Háskólatorgi - umhverfisvænar vörur og lausnir

16:40
Sýning heimildamyndarinnar „We Feed the World“ (96 mín – enskur texti) og umræður í lok myndar um efni hennar.
Stofa HT-105, Háskólatorgi.

2. apríl:

12:00
Hádegisfyrirlestrar Umhverfisdaga: Kaupa fyrst, henda svo?

Tilraunir á áhrifum verðs á kauphegðun íslenskra neytenda. - Valdimar Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild HR
Úrgangsmálin á höfuðborgarsvæðinu: Hver og einn skiptir máli í góðri meðhöndlun með gott hráefni. - Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu
Stofa HT-104, Háskólatorgi.

20:30
Umhverfis-Quiz - Spurningameistari er Katrín Jakobsdóttir.
Staður: Highlander, Lækjargötu 10.

3. apríl:

21:00
Uppskeruhátíð Umhverfisdaga á Grand Rokk!
Staður: Grand Rokk, Smiðjustíg 6.

Ég hvet alla til að mæta og leggja þessu málefni lið. Þeir sem standa að þessum dögum eru:

GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði
Stúdentaráð HÍ
Stofnun Sæmundarfróða