fimmtudagur, 7. júní 2007

Vinnan

Þá er ég byrjaður að vinna á "fullu". Gott kommentið hjá Atla vini mínum þegar ég sagði honum frá því hvað ég væri að gera núna (sem er að sitja og lesa vísindagreinar um Eco-Industrial Parks). Hann var á því að þetta væri fín "vinna", ef vinnu skyldi kalla. Já, ég er sem sagt að lesa mér til um fræðin, glósa og vera rosalega skipulagður (hef fengið mér post-it, lærði það hjá einhverjum í vetur ;)). Þetta gengur bara með ágætum og ég byrja að skrifa á mánudaginn, eða setja eitthvað á blað af því sem ég er búinn að vera að grúska í. Það er einhvern vegin að manni líður hálf illa með að vera "bara" að lesa, en ekkert að skrifa. Lesturinn skilur einhverra hluta vegna minna eftir sig andlega fyrir mann en það að skrifa jafnvel nytslausan texta. Næst er það hins vegar fyrirlestur sem ég ætla að fara á. Svo er aldrei að vita nema maður fái sér einn gráan í kvöld :)

Engin ummæli: