laugardagur, 30. júní 2007

Ísland úr Nató


Fyrir nokkru síðan rakst ég á þetta kver hér á T12, Söngkver Herstöðvaandstæðinga (Reykjavík 1978). Í því stendur á bls. 16:

"HERSTÖÐVANETIÐ NIÐUR RÍFIST
NÆGJUSÖM ALÞÝÐA VERI UM KJURT
ARONSKAN BÖLVUÐ ALDREI ÞRÍFIST
ÍSLAND ÚR NATÓ, HERINN BURT"

(Aron-Aronskan, vildi að herinn borgaði VEL fyrir veru sína hér)
Þessi orð eru ekki sungin lengur að neinu marki. Herinn er jú farinn og í staðin er kominn skóli á Miðnesheiði, Keilir - Academic Center of Excellence, vinnuveitandi minn í sumar. Svona er allt breytingum háð. Tel ég þessa breytingu á tilgangi basans á Miðnesheiði til batnaðar.
Lifið heil um helgina og um alla framtíð. Ísland úr Nató, herinn burt...

föstudagur, 29. júní 2007

Brosið fer ekki af :) Boltarýni


Það gerðist í gær. Mínir menn KR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í gær og það Fram-ara. Safamýrarliðið lagt að velli!!! Ekki laust við að það geri sigurinn ögn sætari. Þetta var einn lélegasti leikur sumarsins, mikið hnoð og illa spilaður fótbolti en heppnin var með okkar mönnum.
Atli er nú skyldugur til að fara á alla leiki það sem eftir er sumarsins, ég er kominn með ársmiða (sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir) og þegar þetta fer saman getur leiðin ekki verið annað en upp á við!!! Njótum dagsins, tökum okkur frí eftir hádegi, náum okkur í tan og brosum út að eyrum. Lengi lifi stórveldið...

miðvikudagur, 27. júní 2007

Gáfur

Gáfur eru ekki öllum gefnar. Ekki fyrir alls löngu fjallaði Mogginn um að elstu systkini hefðu meiri gáfur en þau sem á eftir kæmu. Hreint út sagt magnað. Kannist þið við þetta syndrom??

Hjálmar síðastliðið laugardagskvöld með Megasi

Hér koma nokkrar myndir af Hjálma-tónleikunum síðasta laugardagskvöld.





þriðjudagur, 26. júní 2007

Hmmm....


Ég var að lesa Spiegel.de og rakst á frétt sem ber titilinn "Girls and Guns" Schwer bewaffnet, leicht bekleidet. Já titillinn vakti áhuga minn!!! Fréttin er um vefsíður og myndbönd sem gerð eru með léttklæddum konum að skjóta úr stórum byssum sem ekki eru leyfðar á Íslandi. Munu myndböndin ekki vera frábrugðin því sem sást í mynd Tarantino, Jackie Brown (sem er ein af mínum uppáhalds myndum). Í þeirri mynd var senan með myndböndunum eins sú fyndnari.
Ég gerði mér nú ekki grein fyrir því þegar ég horfði á Jackie Brown að það væri mikill markaður fyrir þetta, en svona er maður nú mikill sveitamaður í sér (og ég þó með með byssudellu). Sjón er sögu rikari og hér eru linkar á þær síður sem gefnar eru upp í fréttinni.

Gungirls.com
GirlsWithGuns
ThoughSportsLive.com

Margt er skrítið í kýrhausnum...

mánudagur, 25. júní 2007

Knattspyrnukappi


Þessi ungi maður mun sjá fyrir föður sínum þegar fram líða stundir. Ég keypti mark handa honum í dag svo núna er æfður fótbolti á hverjum degi frá morgni til kvölds. Vænst er að Barcelona hafi samband á næstu dögum en ég sé hann fyrst sem vonarstjörnu KR eftir svona 15 ár. Eftir það er málið svo bara heimsyfirráð eða dauði :)

Uppgjör

Þá er kominn enn einn mánudagurinn, númer ég veit ekki hvað á þessu ári. Munurinn á þessum í dag og mörgum öðrum mánudögum er að hann var tekinn með bros á vör, Ingimar vakti mig klukkan 8 og spurði hvort ekki væri kominn dagur. Það er sko engin fýla á morgnana þegar sá stutti vaknar, heldur brosað í mót deginum og mikil tilhlökkun ríkir yfir hvað dagurinn ber í skauti sér. Meira hvað væri nú gott ef maður væri alltaf svona hress eins og stráksi, veit ekki hvaðan hann hefur þessa morgungleði...

Á laugardagskvöldið var skundað á tónleika með hjálmum, þar sem gestir voru Megas og KK. Alveg hreint ágæt skemmtun, reyndar voru þeir ekki eins skemmtilegir og tónleikarnir sem ég bloggaði um að ég held í mars á þessu ári en munurinn var að þá hafði ég litlar sem engar væntingar en núna voru þær heldur meiri. Megas stóð svo að sjálfsögðu fyrir sínu, þótt maður hafi nú ekki alltaf skilið hvað karlinn var að syngja :) KK kom svo skemmtilega á óvart.
Það sem vantaði hins vegar var 101-lopapeysa nr. 1, en þar sem hún er gengin í klaustur var hún vant við látin. Vist hennar í ausfirsku klaustri hefur nú varað í viku og ekki er laust við að farið sé að gæta á fráhvarfseinkennum. Við megum hins vegar eiga von á að sjá hana um mitt sumar þegar hún fær sína fyrstu reynslulausn suður í sollinn og þá verður svaka partý!!!
Baráttukveðjur austur í álið og sandfokið, sem nota bene er ekki vegna virkjanaframkvæmdanna á Kárahnjúkum (eða svo segir LV og ekki lýgur LV)!!!

Að lokum langar mig að segja ykkur smá sögu, sem ég varð reyndar ekki vitni að sjálfur. Um þarsíðustu helgi (16. júní) var haldin svaka veisla á kjallaranum á T12. Tvöföld útskrift þeirra bræðra Dags og Hrings og svo varð Gretar fimmtugur sömu helgi. Frábær veisla sem verður lengi í minnum höfð. Þau klikka sko seint partýin á T12 enda með eindemum góður partýstaður.
Eftir að ég hafði yfirgefið samkvæmið, fór í aðra útskrift, birtust hins vegar tveir menn, einkennisklæddir, með bros á vör. Já það hafði verið hvartað yfir háfaða frá veislunni. Ég tek það hér fram að það eru aldrei læti í þessu húsi, partý haldin kannski einu sinni á ári.
Þetta er ótrúlegt, meinsemin er greinilega yfirgengileg í sumu fólki. Ég tek það fram að löggan var hin rólegasta, það var bara lækkað í græunum og svo hélt stuðið áfram. En ertu ekki að grínast með með þetta. Að hringja á lögguna vegna partýs á laugardagskvöldi um mitt sumar, og klukkan rétt milli 1 og 2... Það hefur bara einhver nágranni verið að öfundast út í fólkið sem var boðið veislu á 16 júní (þessum hinum sama hefur greinlega ekki verið boðið neitt). Þegar ég heyrði þetta í gær varð ég bara orðlaus!!! Meira hvað fólk getur verið leiðinlegt. Eins og botnleðja sagði svo skemmtilega, "Fólk er fífl".

Dagur útskriftardúdd
Bless í bili elskurnar mínar

laugardagur, 23. júní 2007

Klikka ekki...

föstudagur, 22. júní 2007

fimmtudagur, 21. júní 2007

Systkinin


Ég tók þessa mynd af þeim systkinum Ingimar og Margréti á þriðjudaginn.

miðvikudagur, 20. júní 2007

þriðjudagur, 19. júní 2007

Mánudagurinn 18. júní 2007







Ingimar er kominn suður. Ég fór að kíkja á hann í Garðabæinn í gær og hann sagðist ætla að koma og sofa hjá mér um kvöldið. Get ekki sagt annað en að það hafi hlýjað mér um hjartaræturnar. Dagurinn æxlaðist svo þannig að mér varð lítið úr verki og ákvað því að sækja bara mömmu sem var í bústað með Helgu og fjölskyldu. Prinsinn kom að sjálfsögðu með, við fengum okkur nesti fyrir ferðina enda um mikla svaðilför að ræða sem krafðist snakks og sódavatns.
Myndirnar hér fyrir ofan voru teknar á leikvelli við bústaðinn, hann vildi nú ekkert fara af honum!!! Þegar ég svo skutlaði honum í Garðabæinn í morgun sagði hann að það væri gaman að vera hjá mér :) Ótrúlega gaman alltaf að heyra svona hrós. Það kennir manni að hrósa alltaf því sem manni finnst vel gert!!! Eftir nokkra daga kemur hann svo á T12 til að vera í einhvern tíma.

mánudagur, 18. júní 2007

Kameltá

föstudagur, 15. júní 2007

Önnur gömul úr safninu


Þá er það önnur gömul mynd úr safninu. Hún er af pabba á leið í vinnuna í kringum ´80 þegar hann var kennari í MS. Hann hafði gaman af því starfi en kveið samt fyrir hverri kennslustund (ættarbölvunin). Árið sem hann kenndi Njálu 4x var að hans sögn skemmtilegasta árið sem kennari í menntaskóla. Njála var líka hans uppáhalds Íslendingasaga.
Fræðimannastíll/stíll vinstri mannsins er mjög greinilegur og þessi taska er ennþá til, maður ætti kannski að draga hana fram :) Tómasarhagi 12 hefur hins vegar ekkert breyst miðað við þetta sjónarhorn á húsinu.

For you all doctors out there...

fimmtudagur, 14. júní 2007

Myndir og pælingar út og suður frá því í byrjun júní 2007


Mikið veður var gert út af merki í mæni húss nokkurs hér í bæ þegar húsið skipti um eigendur fyrir ekki svo mörgum árum síðan og hefur það merki verið hulið. Eitthvað fór fyrir brjóstið á nýju eigendunum sóltáknið sem merkið táknar (fyrir þá sem ekki hafa fattað, er ég að meina Eimskipafélagshúsið sem nú er orðið rosa fansí hótel). Í Austurstræti er hins vegar þetta hús sem er á myndinni hér fyrir ofan (hýsir m.a. staðinn Rex). Þar er annað tákn á mæninum en sóltákn, gyðingastjarna eins og þessi stjarna er nefnd dags daglega (ef þið vitið um aðra merkingu hennar deilið því endilega með mér). Af hverju hún hefur ekki verið falin er mér hulin ráðgáta því hún er ef eitthvað er ljótara tákn en sóltáknið sem ekki mátti sjást vegna tenginar við sögulega atburði fortíðar. Ætli eitthvert gyðingadekur sé í gangi??
Bara pæling í mínum!!


Þessi karri varð á vegi mínum á Suðurnesjum um daginn. Kerlingin hans var ekki langt í burtu en hún fór samt mjög leynt og karrinn dróg að sér alla athyglina. Meiri athyglissýkin alltaf í þessum karlpeningi, eða var hann kannski bara að bjarga kerlu sinni úr bráðri hættu og hætti þannig lífi sínu fyrir hana???


Spegilmynd úr 101

þriðjudagur, 12. júní 2007

101-Skuggahverfi

Dýrustu íbúðirnar í hinu nýja Skuggahverfi munu kosta um 230 Milljónir króna. 230 milljónir!!! Hefur einhver heyrt annað eins? Ég verð að segja að ég á ekki til orð. Íbúðirnar eru á 19. og 20. hæð. Talsmaður seljenda íbúðanna var spurð hvort ekki væri verið að búa til hverfi ríka fólksins, og hún svaraði að svo væri ekki. Hver sem vildi gæti keypt íbúðirnar. Einmitt, eins og margir hafi efni á að kaupa íbúðir á allt að 230 milljónir. Þetta er bull.
HANA NÚ!!! (og hænu líka ;)

Desperation

mánudagur, 11. júní 2007

Genstand

Síðasta fimmtudag fékk ég mér nokkra bjóra, eða genstande eins og sagt er í Danmörku. Þessi skilgreining sem fer hér á eftir er fengin af Wikipedia.

En genstand er en simplificeret måleenhed for mængden af alkohol som indtages i f.eks. øl, vin eller spiritus.

1 genstand svarer til 15 ml eller 12 gram alkohol. Medmindre andet er angivet, er det volumenprocenten som er står på flasken.

Sundhedsstyrelsen anbefaler max 14 genstande om ugen for kvinder, og 21 for mænd, hellere fordelt jævnligt over ugen, end på én gang.

Eksempler

En almindelig 33 cl pilsner øl på 4,6% alkohol, indeholder således ca. 1 genstand. Ligeledes svarer 1 genstand til 4 cl stærk sprut (37,5% alkohol), 7,5cl mild sprut (20%) eller ca. 12 cl rødvin.

Forbrændingstid

Ca. forbrændingstider i timer, for 1 genstand.

Vægt Kvinder Mænd
60 kg 2:00 1:20
70 kg 1:43 1:09
80 kg 1:30 1:00
90 kg 1:20 0:53
100 kg 1:12 0:40

Eins og sést í textanum er mælt með að karlmenn drekki ekki meira en 21 genstande á viku (konur 14), einn í einu og ekki alla á einu/tveim kvöldum.

Hvað ég drakk marga læt ég liggja á milli hluta. Finnst þér ekki gaman að vita þetta???

Fótboltapistill

Botninum hefur verið náð, IA 3-1 KR. Ótrúlega lélegur leikur að hálfu míns liðs og betra liðið vann í þetta skiptið. Ég er hins vegar enn staðfastur í trúnni og yfirgef ekki sökkvandi skip frekar en skipstjóra sæmir :) Aðgerða er þörf hjá þessu liði, og það ekki seinna en í gær. Leiðin er bara upp á við núna!!!
Það sem bjargaði ferðinni á Skagann var ferðafélaginn sem gerði það að verkum að það var ekki þagað alla leiðina heim.

föstudagur, 8. júní 2007

Játning...

Þrátt fyrir að titillinn heiti játning vil ég taka fram að ég hef ekki keypt mér syndaaflausn fyrir krílið mitt (þ.e. bílinn minn). Hann á ég svo að geislabaugurinn verði ekki of þröngur og ég hef ekki í hyggju að kaupa skóg fyrir það sem hann mengar!!! Játningin sem ég verð hins vegar að deila með ykkur er að mér er orðið vingjarnt við... nýju tölvuna mína. Á sama tíma og hún hefur reynst mér vel hefur hún líka verið bölvuð bölvun (hmm hljómar skringilega). Maður er alltaf með þetta tól með sér, og fyrir vikið er maður orðinn tiltölulega háður þessu. Ýmis prinsipp voru strengd þegar ég keypti hana, en í þessum skrifuðu orðum hef ég t.d. brotið eitt þeirra, og það að taka hana aldrei með mér upp í rúm (hljómar mjög pervertiskt), en svona er það, maður er ekki fastari á prinsippunum en þetta. Á þessari stundu er mér farið að líða frekar illa með að tala um tölvuna mína sem persónu. Ætli mig vanti vini?
Að lokum langar mig að deila með ykkur smá "sögu". Ég hafði nefnilega lýst því yfir í vetur við D að ef ég fengi mér tölvu þyrfti hún að vera með touch-pad. Músin væri sem sagt snertiflötur. Ég fékk mér hins tölvu sem er ekki með svoleiðis, hún er hins vegar með sníp (eins og D kallar það og hér eftir, ef ég tala um snípinn meina ég músina). Snípnum er ég svo farinn að venjast, ansi vel, sem sýnir að maður getur bara vanist hverju sem er. Sérstaklega fólk með jafn mikla aðlögunarhæfileika og ég ;)
Hænu nú, og góða nótt. Það er nokkuð ljóst að bjórarnir þrír sem ég drakk í kvöld hafa kippt aðeins miðað við orðaflauminn :)
Hér fylgir svo mynd af "elskunni".

fimmtudagur, 7. júní 2007

Fallegt kvöld á Klambratúni...

Vinnan

Þá er ég byrjaður að vinna á "fullu". Gott kommentið hjá Atla vini mínum þegar ég sagði honum frá því hvað ég væri að gera núna (sem er að sitja og lesa vísindagreinar um Eco-Industrial Parks). Hann var á því að þetta væri fín "vinna", ef vinnu skyldi kalla. Já, ég er sem sagt að lesa mér til um fræðin, glósa og vera rosalega skipulagður (hef fengið mér post-it, lærði það hjá einhverjum í vetur ;)). Þetta gengur bara með ágætum og ég byrja að skrifa á mánudaginn, eða setja eitthvað á blað af því sem ég er búinn að vera að grúska í. Það er einhvern vegin að manni líður hálf illa með að vera "bara" að lesa, en ekkert að skrifa. Lesturinn skilur einhverra hluta vegna minna eftir sig andlega fyrir mann en það að skrifa jafnvel nytslausan texta. Næst er það hins vegar fyrirlestur sem ég ætla að fara á. Svo er aldrei að vita nema maður fái sér einn gráan í kvöld :)

miðvikudagur, 6. júní 2007

Að koma upp um eigin leti...

Næstu færslur koma upp um leti mína í kvöld :) Njótið vel!!! Góða nótt

Tommi Thule Flýgur - Flughræðsla

Hehehheehe, þetta er nú til að lækna alla af flughræðslu :)

Fünf Sterne Deluxe - Willst du mit mir gehn? Musikvideo

Frábært Þýskt Rapp!!

Myndir, myndir, myndir frá 5. júní


Ufó, en hvar er þá astraltertugubbið?


Hvað er þetta, list?


Sól í sinni...

Sem fuglinn fljúgandi...

Ægissíða

5. júní, myndir


Hmm, hvert ætli þvottakonurnar hafi farið??


Horfðu til himins...


Gefur á geirfuglinn


Flótti Action-Man af leikskólanum. Ætli hann hafi fengið nóg af börnunum?

5. júní, fleiri myndir


Korsíka eða Skerjafjörður?


FedEx, alltaf fyrstir?


BelAir? - hvar ætli Will Smith sé?

Deiting

Ég var að vafra um netið, aldrei þessu vant, og rakst á þessa snilldarsíðu um deiting. Hérna er ekki verið að fjalla um þetta "venjulega" deiting sem sumir þekkja. Þetta er nefnilega síða um "When Christians date". "There’s a sense in which intentionally or unintentionally tempting someone to be morally loose with you, is spiritually worse than rape, because it is an attempt to defile someone in the deepest possible way. Rape produces an innocent victim. Seduction corrupts far deeper because it reduces a person to a willing partner in sin. It is better to die than to tempt someone, warned Jesus".
Á síðunni er svo linkur inn á "When dating a non-Christian". "In contrast to staying in love, falling in love tends to be something outside our control. Devoted Christians can therefore find themselves in love with non-Christians. Some, unaware that Scripture addresses this matter, have even deliberately exposed themselves to this in the hope of winning someone to the Lord. If ever the saying ‘The path to hell is paved with good intentions’ were true, it applies to this tragedy".
Þetta eru síður óendanlegrar "skemmtunar" fyrir fólk sem ég kýs að kalla eðlilegt, fólk sem lætur ekki trú stjórna því hverja þeir falla fyrir og elska og eyða jafnvel æfinni með. Á sama tíma og þetta hlægir mann vekur þetta ugg í brjósti. Að það sé svona klikkað fólk til þarna úti!!!

mánudagur, 4. júní 2007

Kvikmyndagagnrýni

Ég fór tvisvar í bíó um helgina. Það er sem sagt 2x oftar en í allan vetur. Ég sá Pirates of the Caribbean og Zodiac.

Pirates - Myndin var allt í lagi, endirinn bjargaði henni alveg en annars var hún tíðindalítil og ástarvellan réð ríkjum, sem á bara ekki heima í mynd um sjóræningja og aðra vonda menn. Mæli næstum ekki með henni, en hún er á köflum flott sem krefst þess að fólk sjái hana í bíó.

Zodiac - Góð mynd sem ég mæli hiklaust með. Góð spenna á köflum og hún sýnir að það er ekki svo langt síðan að US and A var ekki komið á CSI stigið þar sem menn sjá allt með litlu vasaljósi sem gengur fyrir AA batterýum. Mynd byggð á sannsögulegum atburðum, nær nú 7ven ekki í gæðum en takið hana alla vega á vídjó þegar hún kemur út. Góð ræma.

Kv. kvikmyndagagnrýnandinn

sunnudagur, 3. júní 2007

Gamlar myndir



Í gær, þegar ég átti að vera að vinna, fékk ég þá hugmynd að fara að taka myndir með véllinni minni af gömlum ljósmyndum sem teknar voru af fjölskyldunni frá 1975 og einhver ár þar á eftir. Á þessum tíma var ljósmyndapappírinn sem notaður var mjög lélegur og allar myndir frá þessum tíma verða gular með tímanum. Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir löngu síðan en betra seint en aldrei!!! Fyrsta myndin sem ég birti hér er af Ólafi afa mínum og nafna, þar sem hann stendur í Hellisfirði fyrir austan að veiða, báturinn hans Grænafellið í baksýn, Færeyingur sem því miður endaði á báli á Hjalteyri 15-20 árum síðar. Þarna ólst afi minn upp og sagt var um hann og bróður hans að þeir hafi verið aldir upp á fuglakjöti og tertum (einhverjir sögðu þetta með öfundartón enda herramanns matur sem ekki allir gátu fengið). Í sumar verður svo haldið í þennan yndislega fjörð. Það er hluti af "dagskrá" sem verður í kringum níræðis afmælið hennar ömmu sem verður í lok júlí.

Fasismi getur verið góður

Ég er lítið fyrr forræðishyggju, nema þá ef ég ræð för og allir fara að mínum hugmyndum um hvernig heimurinn á að líta út. Það mun hins vegar seint renna upp sá dagur að ég fái einhverju ráðið um alheimsmálin og því er ég yfir höfuð lítt hrifinn af forræðishyggjunni. Í gær kynntist ég hins vegar nokkru sem ég er rosalega hrifinn af (sem sem snertir forræðishyggju og fasisma í hugum margra) og það er reykingabann á skemmtistöðum Reykjavíkur. Þvílíkur munur var að vakna í "morgun" eftir jamm næturinnar, maður angaði ekki af reykingafýlu og engin þynnka hrjáði mann (þrátt fyrir að hafa tekið nokkuð þétt á því). Ég hef nefnilega haldið þessu fram lengi að það sé reykurinn sem gerir þynnkuna versta en ekki áfengið en ekki áfengið sem maður innbyrðir (svo framarlega sem maður nærist áður en maður fer heim og drekkur vel af vatni). Ég vona því innilega að þetta bann haldið út og að aldrei aftur verði snúið til fyrra horfs útúrreyktra skemmtistaða. Reyndar verð ég að bæta hér við að ég saknaði nú pínu reyksins á Svitabar (Vitabar) þar sem við D fengum okkur snæðing í gærkvöldi. Stammkúnnana vantaði reyndar alveg og verst væri ef þeir hafa yfirgefið þennan annars stórgóða hverfispöbb miðbæjarrottanna vegna þessa banns.
Þrátt fyrir þetta vel ÉG samt frekar smá prumpu/svitakeim á skemmtistöðum en reykingarfýluna. Sú lykt festist alla vega ekki í fötum mans og ekki hefur verið sannað að hún valdið öðrum sjúkdómum heldur. OG HANA NÚ (sagði hænan :)

laugardagur, 2. júní 2007

Skortur á kynlífslöngun...


Eins og titill færslunnar gefur til kynna verður hér fjallað um kynlífslöngun, en innblásturinn er fenginn úr grein á mbl.is þar sem fjallað er um kynlífslöngun danskra karlmanna, "Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla". Í greininni segir í stuttu máli að aukinn fjöldi danskra karlmanna leiti sér aðstoðar vegna áhugaleysis og ákveðnar útskýringar eru útlistaðar af hverju viðmælendur telja að heimur karla sé að breytast á þennan hátt. Þær eru eitthvað á þá leið að hlutverk kynjanna hafi breyst svo svakalega, staða karlmannsins sé ekki eins afmörkuð og áður og alið er á þessum blessuðu kreddum sem ennþá eru ríkjandi þrátt fyrir áratuga baráttu rauðsokka fyrir jafnari stöðu kynjanna (karlmaðurinn höndlar sem sagt ekki breytingar). Lítið hefur sem sagt breyst samkvæmt þessari grein, nema jú að staða karlmannanna hefur versnað (æ vonandi skiljiði hvað ég meina).
Ég hef hins vegar mínar skoðanir á því af hverju hlutirnir hafa breyst svona. Fyrir það fyrsta held ég að karlar hafa alltaf átt í þessum vanda en núna þora bara fleiri að leita sér aðstoðar vegna hans. Það er frábær þróun sem sýnir að við erum á réttri leið. Annað er að álag í dag er, að ég held, ekkert meira núna en það var fyrir 15-20 árum. Núna er bara gert meira úr því og ef álagið er orðið þannig vegna vinnu/annarra aðstæðna að pör/hjón geta ekki notið ásta hvort með öðru þá held ég (fyrir mína parta) að fólk þurfi að skoða stöðu sína mjög alvarlega því ef kynlífslöngunin er ekki til staðar er einni megin stoð sambandsins kippt undan því og þá fer allt að riða (vonandi samt ekki til falls). Eitt enn sem útskýrt getur þessar breytingar hjá dönskum körlum er að þar mælist mjög mikið magn kvenhormóna í umhverfinu, líkt og annars staðar í heiminum, sem leiðir e.t.v. af sér einhverjar innri breytingar sem svo koma fram í minni kynlífslöngum. Hver veit?
Megin ástæðan held ég hins vegar að sé bara vælukjóaháttur, aumingjaskapur og leti sem hrjáir allt of marga!!! Og hana nú.

Ný bloggari á meðal vor

Hún Vanda er byrjuð að blogga!!! Vertu velkomin Vanda í hóp þeirra athyglissjúku sem oft hafa ekkert að segja en vilja samt deila því með umheiminum :)