
Fyrir nokkru síðan rakst ég á þetta kver hér á T12, Söngkver Herstöðvaandstæðinga (Reykjavík 1978). Í því stendur á bls. 16:
"HERSTÖÐVANETIÐ NIÐUR RÍFIST
NÆGJUSÖM ALÞÝÐA VERI UM KJURT
ARONSKAN BÖLVUÐ ALDREI ÞRÍFIST
ÍSLAND ÚR NATÓ, HERINN BURT"
(Aron-Aronskan, vildi að herinn borgaði VEL fyrir veru sína hér)
Þessi orð eru ekki sungin lengur að neinu marki. Herinn er jú farinn og í staðin er kominn skóli á Miðnesheiði, Keilir - Academic Center of Excellence, vinnuveitandi minn í sumar. Svona er allt breytingum háð. Tel ég þessa breytingu á tilgangi basans á Miðnesheiði til batnaðar.
Lifið heil um helgina og um alla framtíð. Ísland úr Nató, herinn burt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli