þriðjudagur, 19. júní 2007

Mánudagurinn 18. júní 2007







Ingimar er kominn suður. Ég fór að kíkja á hann í Garðabæinn í gær og hann sagðist ætla að koma og sofa hjá mér um kvöldið. Get ekki sagt annað en að það hafi hlýjað mér um hjartaræturnar. Dagurinn æxlaðist svo þannig að mér varð lítið úr verki og ákvað því að sækja bara mömmu sem var í bústað með Helgu og fjölskyldu. Prinsinn kom að sjálfsögðu með, við fengum okkur nesti fyrir ferðina enda um mikla svaðilför að ræða sem krafðist snakks og sódavatns.
Myndirnar hér fyrir ofan voru teknar á leikvelli við bústaðinn, hann vildi nú ekkert fara af honum!!! Þegar ég svo skutlaði honum í Garðabæinn í morgun sagði hann að það væri gaman að vera hjá mér :) Ótrúlega gaman alltaf að heyra svona hrós. Það kennir manni að hrósa alltaf því sem manni finnst vel gert!!! Eftir nokkra daga kemur hann svo á T12 til að vera í einhvern tíma.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir af flottum strák :)

Vaka

Nafnlaus sagði...

Æi hann er nú meiri snúllinn !! ;)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Takk :)

Nafnlaus sagði...

Hann líkist nú föður sínum einum of mikið til að vera snúlli eins og Lilja hefur að orði.
Tek nú frekar undir hvað sjónvarpsstjarnan segir.