miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Veikindi

Enn er stráksi veikur, og við förum því ekki norður fyrr en á föstudaginn. En óskaplega er nú gott að hafa hann hérna hjá sér. Tumi tígur slær öll sýningarmet þessa dagana, enda hopp og skopptígur allra tíma!!! Nú fer róðurinn svo að þyngjast í náminu og ég að fara til útlanda í næstu viku :)
Bless kornflex

mánudagur, 26. febrúar 2007

Svifryk

Svifriksmengun fór yfir hættumörk í dag (kemur víst fáum á óvart). Þessa dagana ráðlegg ég því fólki að fara ekki út að nauðsynjalausu í Rvk., alla vega ekki á meðan svona miklar stillur eru og allt svona þurrt.

Bless kornflex


Ingimar vildi koma þessum skilaboðum á framfæri: "Bless kornflex"

Mojo og helgin búin

Klukkan orðin rúmlega 12 á miðnætti, ég loksins að komast í lærdómsmojo og þá þarf maður að fara að halla sér :-( Stráksi er nefnilega búinn að vera veikur alla helgina þannig að ekki hefur gefist mikill tími til lærdóms (og ein ritgerð due á morgun). Hef reyndar fengið frest á hana. Ingimar fór ekki norður í dag vegna veikindanna, ég keyri hann norður á miðvikudaginn í staðin.
Þrátt fyrir veikindin fórum við feðgar í leikhús í dag, og sáum Karíus og Baktus bróður hans. Alveg stórskemmtileg sýning og við skemmtum okkur konunglega. Hún er líka þægilega stutt, rétt um 40 mínútur, svo að börnin voru ekki orðin vitund óróleg þegar henni lauk. Eitthvað kipptist minn maður nú við meðan á sýningunni stóð og sagðist einu sinni vilja fara heim þegar spenningurinn var orðinn mikill vegna burstans sem elti K og B, en var þeim mun stórkarlalegri í lýsingum eftir hana (meiri í orði en á borði þetta yndi).

Vonandi eigiði góða viku öll sömul...
Kv. Óli

sunnudagur, 25. febrúar 2007

Myrkur í 107

Labbaði út í sjoppu áðan til að skila spólum sem börnin tóku á leigu og það var slökkt á öllum ljósastaurum sem ég labbaði framhjá!!! Spúkí en mjög skemmtilegt. Ætli Reykjavíkurborg sé farin að spara???

fimmtudagur, 22. febrúar 2007

Ein spurning

Getur einhver sagt mér hvernig ég get sett upp spilara á síðunni, t.d. til að þið lesendur góðir getið notið Falco þegar þið lesið alla viskuna sem dreyft er um veraldarvefinn með þessari síðu???

Rotnunarilmur

Það er ógeðsleg lykt hérna í húsinu... Við Hringur frændi fórum á stúfana niðri í þvottahúsi þaðan sem lyktin virtist koma og eftir nokkra leit kom sökudólgurinn í ljós. Það var ekki dauð mús (eins og okkur grunaði) heldur kjúklingabringur í frauðplastbakka með plasti utanum sem var alveg að fara að springa. Ilmurinn er því núna eins og í Sorpu (minnti mig óneitanlega á þann vinnustað) hérna í húsinu, ég segi því núna, mér er ljúft að lifa í daun (þó hann sé ekki einu sinni minn eigin)
Kv. frá Sómó (Sorpa+Tómó hehehehe)

Groddagrín í anda jólanna :)

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Ein frábær mynd

þriðjudagur, 20. febrúar 2007

Mynd að morgni



Þessa ljósmynd átti pabbi, og mér finnst hún algjört æði. Hún mun hanga í anddyrinu á næstu íbúðinni minni. Myndin er tekin á Hótel Tindastóli 1948. Maðurinn er Kristinn Stefánsson á Skriðulandi í Kolbeinsdal, Skagafirði.

Tönder-sagen

Munnræpan heldur áfram og nú að alvarlegri málum að nýju. Eins og margur hefur tekið eftir hafa á síðustu vikum verið kvaðnir upp dómar í málum karlmanna á aldrinum 18-75 ára í einu óhuggnanlegasta barnaníðingsmáli Danmerkur. Þeir hafa verið fundið sekir um að misnota systur sem í dag eru 10 og 12 ára. Nú var verið að dæma föðurinn í undirrétti og fékk hann 10 ár fyrir að selja þær og misnota þær sjálfur. Danski fjölmiðlar kallar þetta et stærkt signal, Tönder-sagen har skærpet danskernes fokus på seksuelle overgreb. Ég spyr mig í framhaldi, hvenær fáum við Íslendingar að verða vitni að því að íslenskir barnaníðingar fái dóma í einhverri líkingu við þennan dóm og þá dóma sem hafa fallið í þessu máli til þessa? Til að lesa meira um þessa frétt er linkurinn hér. Gó Danir og vonandi lærum við eitthvað af ykkur!!!
Kv. Óli

Sviti karla getur bætt skap og kynferðislega örvun kvenna

Hver hefði trúað þessum titli??? Ekki ég, en það hefur verið sýnt fram á þessa staðreynd, með visindalegum hætti!!!
Þess ber þó að geta að þetta á einungis við um gagnkynhneigðar konur (hehe) eins og segir í frétt Mbl.is. Rannsóknin var unnin af merkum vísindamönnum Berkeley háskóla í Kaliforníu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær fyrstu sem benda til að lykt af svita breyti hormónamagni hjá konum. Málið er þá kannski að stinka bara sem mest af eigin svita næst þegar stormað verður á djammið, ég er því, e.t.v., kominn í baðpásu þangað til á næsta sunnudag!!!
Kveðja úr ilminum, Óli

Fullnæging léttir fæðingar

Lesandi góður. Mig langar að segja þér aðeins frá annarri grein sem ég rakst á á politiken.dk um daginn. Hún er um að fullnæging léttir fæðingarferli kvenna. Aukið magn hormóna sem líkaminn framleiðir við fullnægingu gera það að verkum að fæðingarnar verða auðveldari.
Þessi staðreynd ætti að gleðja margan manninn sem ef til vill óttast barneignir af þeirri ástæðu að kynlífið gæti minnkað meðan á meðgöngu stendur.
Kv. Óli

Grænlandsjökull hopar hægar en spáð hefur verið

Á netmiðli Politiken (linkur hér til hægri) er vitnað í grein sem birtist nyverið í hinu merka tímariti Science þar sem hópur fræðimanna, með Ian Howat í farabroddi, sýna fram á að Grænlandsjökull hopar hægar en fyrri spár segja til um. Árin 2004 og 2005 hopaði jökullinn mjög hratt en miklu hægar 2006.
Greinin segir einnig að þrátt fyrir þessar niðurstöður ber að varast að fyllast of mikilli bjarsýni og að hlýnun jarðar sé ennþá viðvarandi vandamál!!!

Hér má lesa greinina í heild sinni.

Aðdragandi Ofurbloggs

Þá fer að styttast í eitt stykki ofurblogg. Ætla að borða fyrst :)

mánudagur, 19. febrúar 2007

Framhald af síðustu færslu

Þegar klukkan var svo komin fram yfir miðnætti stormaði ég í bæinn. Endaði með að hitta Lilju (Guðrúnu) á Sólon og þar var tjúttað fram eftir nóttu í miklum svita og mannþröng. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta nú ekki skemmtilegasti staður í heimi, tónlistin var frekar döpur en þar sem félagsskapurinn var fínn endaði þetta bara með að vera fínasta djamm. Lilja, takk fyrir skemmtunina!!! Ég er samt ekki viss um hvenær farið verður á Sólon aftur ;)

sunnudagur, 18. febrúar 2007

Sunnudagur (sem er sett á bloggið á mánudagskvöldi)

Nú er sunnudagskvöld runnið upp og ný vika að byrja. Það er víst óhætt að segja að það hafi verið nóg að gera þessa helgi. Föstudagurinn var notaður í að undirbúa afmælisveisluna mína sem haldin var á föstudagskvöldið. Hún heppnaðist bara rosa vel, maturinn var góður (þótt ég segi sjálfur frá) og gestirnir voru hæstánægðir með villibráðarþemað. Það sem meðal annars var boðið uppá var þurrkuð reykt hrefna, steikt hreindýr, steikt stokkönd og urtönd, steikt langvía, reyktur lundi, reykt hrátt hangikjöt, grafnar gæsabringur og svo ýmislegt meðlæti (gras og fleira). Ég var svo leistu út með þvílíkum gjöfum. Ég þakka kærlega fyrir mig!!!
Laugardagurinn var svo tekinn snemma, já lesandi góður þú ert ekki að lesa vitlaust. Þannig er nefnilega mál með vexti að Atli vinur minn missti systur sína í síðustu viku og við Maggi fórum austur í Skálholt til að vera við jarðarförina hennar klukkan 1. Athöfnin var mjög falleg og ég óska Atla og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð.
Á laugardagskvöldið var svo Júró-partý hjá mömmu Magga. Ekki var nú mikil ánægja hjá mér með Eika Hauks og hans framlag, en það vann víst, og ég veðjaði um að ef hann kæmist úr forkeppninni yrði ég að elda fyrir gesti Erlu (mömmu Magga) Júrókvöldið í maí en ef Eiki kemst ekki í úrslitin eldar Erla, og það eina sem væri tekið sem afsökun fyrir að mæta ekki og elda væri að ég sé í útlöndum þetta ákveðna kvöld. Vill einhver sem sagt bjóða mér til útlanda þennan Júródag í maí?

föstudagur, 16. febrúar 2007

Afmælisbjór

Ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar og óskirnar, ég er bara hrærður yfir þeim öllum :) Ég þakka kærlega fyrir afmælisbjór kvöldsins hvaðan sem hann kom!!!
Kv. Óli sem ætlar í skólann á morgun (í dag)

fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Afmælisblogg

Er ekki rétt að pára nokkrar línur á skerm, svona áður en horfið verður inn í draumalandið. Ég á sem sagt afmæli í dag, skila inn umsókn í Orkusjóð og vegna þess að ég geri það á þessum degi hlýt ég að fá úthlutun úr honum :)
Einungis eru liðnar 40 min af afmælisdeginum, en hann leggst strax vel í mig nú þegar. Svo verður kíkt á Cultura annað kvöld, eftir að vömbin hefur verið blásin út af góðum mat og maður fær sér kannski 1 eða 2. Ég ætla að láta allar predikanir eiga sig í dag, þannig að ég segi bara eigiði góðan dag,
kv. Óli

Ég á afmæli í DAG

þriðjudagur, 13. febrúar 2007

Exodus

Þetta er Allan Chambers til "heiðurs" :)

mánudagur, 12. febrúar 2007

Góðar myndir í bíó og annað

Nú er maður bara með munnræpu, ótrúlegt en satt. Varð að skrifa smá um mynd sem ég sá í gær, Blood diamond. Hreint út sagt, snilldarmynd sem ég hvet alla til að sjá. Títanic-töffarinn (halda sumir fram) Caprio fer á kostum, ásamt svörtum leikara (sem ég veit ekki hvað heitir). Hún heldur manni alveg frá byrjun til enda og varpar ljósi á aðstæður sem maður vissi af, hafði heyrt aðeins um. Ofgnótt er af demöntum í heiminum, þannig að allir ættu að geta átt þá í kílóavís, en vegna þess að markaðnum er stjórnað af fáum aðilum sem stjórna framboði með því að hafa lagerhús full af þessu grjóti þá er verðinu haldið uppi!!! Ég hvet ykkur því lesendur góðir að hugsa ykkur aðeins um áður en þið kaupið demant næst, um hvaðan hann kemur og með hvaða hætti honum var aflað. Svo eru íslenskir steinar líka bara miklu fallegri í glingri!!!
Hin myndin sem ég sá fyrir ekki svo löngu er The departed. Gamaldags spennumynd með fullt af blóði og töff endi sem kemur öllum á óvart. Ætla ekki að segja meira svo ég eyðileggi ekki myndina :)
Að síðustu þá langar mig að segja ykkur frá undri sem gerðist í dag. Ég keypti mér kort í ræktina í HÍ!!! Nú á að styrkja sig heldur betur fyrir veiðiferðina ti l Grænlands í lok júlí, byrjun ágúst. Dýrin verða jafnvel bara hlaupin uppi hehe.
Góðir hálsar, læt þetta nægja í þetta sinn,
kv. Óli

Enn einn mánudagurinn

Þá er kominn mánudagur enn á ný, og ég sá mér þann kost vænstan að setja inn eina "litla" færslu.
Litlu drengurinn fór norður í gær með nafna sínum og sóttist þeim ferðin bara mjög vel. Það var ekker mál að kveðja Ingimar, hann var tilbúinn að fara til mömmu sinnar og Gísla pabba, og auðvitað systur sinnar líka. Það er ótrúleg aðlögunarhæfni sem hann hefur, skilur á milli þessara heima sinna eins og ekkert sé. Það að hann sé farinn fylgir auðvitað að það er orðið aftur hálf tómt á Tómó, en hann kemur jú bráðum aftur suður!!!
Næst á dagskrá er svo auðvitað afmælið mitt, sem haldið verður upp á með pompi og pragt á föstudaginn 16. Það er daginn eftir afmælið mitt. Mikill spenningur er í loftinu, boðið verður upp á villibráð af ýmsasta tagi, auk annars konar pinnafæðu og síðast en ekki síst verður boðið upp á áfengi (og kannski gos :) og það á enginn að fara úr veislunni nema á fjórum fótum, eða bara gista!!!
Svo ég útskýri aðeins af hverju ég ákvað að halda upp á födselsdaginn minn með svona mikilli viðhöfn, og ég "bara" að verða 31, er að fyrir ári, þegar ég náði þeim merka áfanga að verða 30, var ekkert tilefni til hátíðarhalda og því frestaði ég 30. afmælinu um ár og held það núna :) Góð hugmynd ekki satt? Svo kemur þetta líka svo skemmtilega út vegna þess að núna hef ég kynnst fullt af nýju og skemmtilegu fólki sem ég get boðið til veislu!!
Bless í bili,
Óli

miðvikudagur, 7. febrúar 2007

Dating tips

Vantar þig dating tips kynbróðir góður??? Þá er þetta linkurinn http://datingstipsformenseekingwomen.blogspot.com/

Njótið vel,

Kv. Óli

Ritning dagsins

Fyrir hina trúuðu hef ég ákveðið að benda á hvar hægt er að nálgast ritningarorð dagsins. Það er á linkinum http://bibleverseoftheday.blogspot.com/
Njótið vel!!

Kv. Óli

þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Mmmm

mánudagur, 5. febrúar 2007

Næturbrölt

Þá er klukkan orðin rúmlega tólf að miðnætti, og maður er loks að komast í lærdómsgírinn... Hvernig stendur eiginlega á þessu? Sem betur fer er alla vega ekki skóli í fyrramálið (snemma þ.e.) en ég þarf víst samt að fara með drekann í viðgerð, svo ég fái nú loksins skoðun á hann. Hann verður líka að vera í góðu standi fyrir sumarið, þegar land verður lagt undir fót með A-hús í eftirdragi og norðausturland heimsótt. Ég hlakka orðið mjög til. Ég veit reyndar ekki hvenær ég á að finna tíma til að vinna, en er það ekki bara líka aukaatriðið? Maður á að lifa lífinu meðan maður getur :) Svo er "ákveðið" að ég fer á ráðstefnu í Leipzig í byrjun júní (æ en leiðinlegt), það er alla vega á teikniborðinu og við erum nokkur úr náminu að hugsa um að skella okkur Brynhildur segir alla vega að það sé möst fyrir okkur að fara og við látum hana ekki segja okkur það tvisvar. Ég hef reyndar komið til Leipzig áður, og mæli alveg með henni. Var vagga "byltingarinnar" sem gerð var í Austur-þýskalandi sem varð til þess að múrinn féll, þannig að maður getur líka drukkið í sig nútímasöguna þarna, í bland við allan bjórinn!!! Ekki slæm blanda það.
Það sem ber reyndar hæst þessa dagana er að Ingimar er hjá mér. Þvílík gleði. Hann tók svo sætt á móti mér þegar ég sótti hann til ömmu hans og afa í gær, enda allt of langt síðan við sáumst síðast (það er mér að kenna). Hann verður hjá okkur fram á næsta sunnudag, þegar ég fer með hann norður eða hann fær far með nafna sínum. Það kemur í ljós.
En þá að pirringi dagsins (sem nú er orðið gærdagsins vegna þess að blogger henti mér út!!!)
Það fyrsta sem pirraði mig í fréttum gærdagsins var þessi blessaða Norðurleið sem heltekið hefur Akureyringa. Á sama tíma og talað er um umhverfisvernd dettur mönnum í hug að auka aðgengi fólks að hálendinu, auka straum þess um mjög viðkvæm svæði. Ég veit vel að það liggur nú þegar vegur yfir kjöl, en hann er ekki fær allan ársins hring sem er gott. Svo að halda það að þetta borgi sig. 2000 kr fyrir rúntinn þarna yfir, sem styttir leiðina noður á Krók fyrir þá sem þar búa um heila 9 km. Það er ekki 2000 kr virði!!!
Svo næsta pirr var að danskir læknar taka ungar stúlkur í fitusog, þrátt fyrir að þær séu með lystarstol. Hvað er að??? Þetta er til háborinnar skammar. Þessum mönnum virðist ekkert heilagt og bara ef fólk borgar getur það fengið það sem það vill. Eins og ég hef oft sagt áður, "heimur versnandi fer".
Þriðja pirrið man ég bara ekki hvað var :) Enda kominn mánudagur með skítakulda og trekki.
Eigiði góða viku, þangað til næst
kv. Óli

föstudagur, 2. febrúar 2007

Annar góður!!

Stal þessum brandara af blogginu hans Adda. Þetta er fyrir fiskinörrana þarna úti.

Köben

Mig langaði bara til að deila með alheiminum, að ég er að fara til Köben dagana sjöunda til ellefta mars!!!
Kv. Óli

fimmtudagur, 1. febrúar 2007

Febrúar tvenna fjórtán ber

Vá, það er kominn febrúar. Ég trúi þessu bara ekki. Minn mánuður runninn upp og ekki er það nú leiðinlegt. Já, ég á afmæli í feb., nánar tiltekið þann 15. Þá verða 31 ár frá því ég kom í þennan heim.
Hún Margrét móðursystir mín hefði átt afmæli í gær, og að því tilefni fékk ég mér göngutúr í Forssvogskirkjugarð þar sem hún liggur. Svo fór ég auðvitað að leiðinu hans pabba og á göngu minni um garðinn rakst ég á grafir þýskra hermanna sem féllu hér við land í síðari heimsstyrjöldinni. Mjög falleg og látlaus gröf. Svo rambaði ég líka á gröf Jónasar frá Hríflu. Ég fór að hugsa þegar ég var þarna að þetta væri alveg ótrúlega vannýttur staður til "útivistar" og hugleðingar. Þarna liggur auðvitað fólk á öllum aldri og ég tel að maður lærir með því að fara í kirkjugarð að meta lífið meira og betur.
Ingimar kemur um helgina og verður í rúma viku, vá hvað ég hlakka til!!!
Kveð að sinni,
Óli