Ég er lítið fyrr forræðishyggju, nema þá ef ég ræð för og allir fara að mínum hugmyndum um hvernig heimurinn á að líta út. Það mun hins vegar seint renna upp sá dagur að ég fái einhverju ráðið um alheimsmálin og því er ég yfir höfuð lítt hrifinn af forræðishyggjunni. Í gær kynntist ég hins vegar nokkru sem ég er rosalega hrifinn af (sem sem snertir forræðishyggju og fasisma í hugum margra) og það er reykingabann á skemmtistöðum Reykjavíkur. Þvílíkur munur var að vakna í "morgun" eftir jamm næturinnar, maður angaði ekki af reykingafýlu og engin þynnka hrjáði mann (þrátt fyrir að hafa tekið nokkuð þétt á því). Ég hef nefnilega haldið þessu fram lengi að það sé reykurinn sem gerir þynnkuna versta en ekki áfengið en ekki áfengið sem maður innbyrðir (svo framarlega sem maður nærist áður en maður fer heim og drekkur vel af vatni). Ég vona því innilega að þetta bann haldið út og að aldrei aftur verði snúið til fyrra horfs útúrreyktra skemmtistaða. Reyndar verð ég að bæta hér við að ég saknaði nú pínu reyksins á Svitabar (Vitabar) þar sem við D fengum okkur snæðing í gærkvöldi. Stammkúnnana vantaði reyndar alveg og verst væri ef þeir hafa yfirgefið þennan annars stórgóða hverfispöbb miðbæjarrottanna vegna þessa banns.
Þrátt fyrir þetta vel ÉG samt frekar smá prumpu/svitakeim á skemmtistöðum en reykingarfýluna. Sú lykt festist alla vega ekki í fötum mans og ekki hefur verið sannað að hún valdið öðrum sjúkdómum heldur. OG HANA NÚ (sagði hænan :)
sunnudagur, 3. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sammála, en bara svo lengi sem vandamálið færist bara ekki annað sem erfiðara er að díla við það. En heilsan í dag er stórgóð! :)
Skrifa ummæli