Ég fór tvisvar í bíó um helgina. Það er sem sagt 2x oftar en í allan vetur. Ég sá Pirates of the Caribbean og Zodiac.
Pirates - Myndin var allt í lagi, endirinn bjargaði henni alveg en annars var hún tíðindalítil og ástarvellan réð ríkjum, sem á bara ekki heima í mynd um sjóræningja og aðra vonda menn. Mæli næstum ekki með henni, en hún er á köflum flott sem krefst þess að fólk sjái hana í bíó.
Zodiac - Góð mynd sem ég mæli hiklaust með. Góð spenna á köflum og hún sýnir að það er ekki svo langt síðan að US and A var ekki komið á CSI stigið þar sem menn sjá allt með litlu vasaljósi sem gengur fyrir AA batterýum. Mynd byggð á sannsögulegum atburðum, nær nú 7ven ekki í gæðum en takið hana alla vega á vídjó þegar hún kemur út. Góð ræma.
Kv. kvikmyndagagnrýnandinn
mánudagur, 4. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Skellti mér á Zodiac í kvöld, hún stóð sko alveg undir væntingum og vel það.
Ég hefði nú ekki viljað missa af Pirates...en það er rétt hjá þér að maður verður eiginlega að sjá hana í bíó, og svo var ég mjög ánægð með endinn :)
Ég var komin með legusár eftir 3 tíma , hefði að ósekju mátt stytta myndina um klukkutíma :) En þetta var hressandi.
Skrifa ummæli