mánudagur, 31. desember 2007

Gleðilegt nýtt ár!!!!!



Kæru lesendur nær og fjær!!!

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir þau liðnu og vonandi verður árið 2008 jafn skemmtilegt og viðburðaríkt og árið sem er að líða. Megi gæfan fylgja ykkur.

Kær kveðja,
Óli og Ingimar

mánudagur, 24. desember 2007

Gleðileg Jól!!!




Kæru lesendur,
gleðileg jól og hafiði það nú sem allra best mín kæru!!!
Hugheilar jóla- og saknaðarkveðjur héðan frá Århus, þar sem við Vaka mín bíðum eftir jólunum með hinu kóngafólkinu í ríki Margrétar Danadrottningar.

Með jólakveðju,

Óli og Ingimar jólabarn, sem er örugglega núna að fara á límingunum af spenningi :)



miðvikudagur, 19. desember 2007

Kominn til útlandsins

Já þá er maður kominn til DK, nánar tiltekið til Odense. Prófin tvö sem ég fór í eru því búin, ég búinn að hrynja í það með skólafélögunum, búinn að vera hjá Degi frænda og Rósu spússu hans í tvær nætur í vellystingum líkt og endra nær og svo komum við Vaka til Odense í gær. Fyrir dyrum standa nú flutningar, stúlkan ætlar að tæma íbúðina sína fyrir jól og við förum því til Árósa á morgun, fimmtudag. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki nú til þessara flutninga og að geta komið sér fyrir í Árósum og farið að undirbúa jólin. Það sem annars er að frétta að ég er farinn að undirbúa nýársfærsluna mína. Hún verður í lengra lagi eins og fyrsta færsla þessa árs þar sem árið verður gert upp með einum eða öðrum hætti.
Ég kveð í bili, ekki fara í Kringluna (nema þið viljið missa vitið, eða svo segir mamma) nema þá á eigin ábyrgð!!!

Kv. Jóli

þriðjudagur, 11. desember 2007

Vitfirring!!!

Ef þú vilt komast að því að það er ekkert að þinni andlegu heilsu, miðað við mjög marga aðra kíktu þá á þetta:

Gúglaðu t.d. Lyftingablogg og/eða kíktu á linkinn hér fyrir neðan

Kreizzzzíness

Nýyrðasmíð


Haft hefur verið samband við orðabókina, og spurt er hvort einhver kannist við orðið Kisutittlingur, kisutittlingur. Ungur maður, 4. ára, sem elur manninn mest á Norðurlandi og 5. hverja viku sunnan heiða, notar þetta orð óspart við vissar aðstæður og segir þá: "þetter er nú meiri kisutittlingurinn".
Orðabókinni er alls ókunnugt um tilurð þessa orðs en biður alla sem heyrt hafa nafnsins getið eða vita hvað það þýðir eru beðnir um að tjá sig um það í athugasemdum á þessari síðu.

mánudagur, 10. desember 2007

Gamla Óla sprorðrennt án nokkurrar fyrirhafnar!!



Stráksi vill helst bara stór stykki, eintóm, þegar hann gæðir sér á últrasterka ostinum Gamle Ole. Sjón er sögu ríkari.

Illur sjóræningi á náttfötum á ferð

Já, maður getur verið töffari...

laugardagur, 8. desember 2007

Heheheh, það er til vistfræðingur sem heitir Rosenzweig (grein á rós - rósagrein). Hann eða hún hefur heldur betur fundið sér starfsheiti sem sæmdi ættarnafni hans, jú eða hennar :) (óskaplega er maður eitthvað karllægur).

Jákvæðni

er dyggð, eða það mætti alla vega ætla miðað við viðbrögðin við lofræðu minni um vistfræði hér um daginn. Nú er ég sem sagt að lesa blessaða vistfræðina og hef ekki skilið alveg við hana (jákvæðnina) en óskaplega er ég samt orðinn þreyttur á öllu þessu hugtakaflóði sem ausið er yfir mann. Ég er því að hugsa um að fá mér rölt í bæinn á eftir og láta jólaandann (ef til vill brjálæðið) veita mér inspírasjón til að halda baráttunni áfram.

Njótið aðventunnar mín kæru!!!

Kv. frá Óla sem alltaf er í skóla

þriðjudagur, 4. desember 2007

Andi kirkjunnar?

mánudagur, 3. desember 2007

Getraun

Af hvaða "stórfljóti eru eftirfarandi myndir?
Þær voru teknar í lok nóvember 2007.


Tekið uppeftir ánni.


Tekið niðureftir ánni.

laugardagur, 1. desember 2007

Hugvekja

Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Nú þegar ég sit og læri fyrir virstfræðipróf haustsins finnst mér það bara gaman (hver hefði trúað því að þessi orð ættu eftir að koma frá mér?). Vistfræðin er flókin vísindi sem þarf að taka inn marga þætti til þess að hægt sé að nota hana til að álykta um framtíð og þróun lífs á jörðinni.
Í haust, vegna þýðingar minnar á skýrslunni um fornleifauppgröftinn í Gautavík í Berufirði og eftir ótalmargar umræður við Dagnýju fornleifafræðing og vini hennar, hef ég líka komist í tæri við fornleifafræðina. Líkt og með vistfræðina finnst mér fornleifafræðin mjög spennandi, en þetta eru ótrúlega ólík vísindi.
Annars vegar er leitast eftir í vistrfræðinni að sjá fyrir hvernig vistkerfi hafa breyst og hvernig þau munu breytast og líta út í framtíðinni. Hvernig þau munu bregðast við t.d. loftslagsbreytingum og hvernig hægt er að nota "hugmyndafræði" vistkerfanna og yfirfæra þau yfir á okkur mennina og gera umhverfi okkar að vistkerfum (Industrial Ecology). Fornleifafræðin hins vegar lítur um öxl, reynir að segja okkur hvernig forfeður okkar lifðu og hrærðust, nytjuðu jörðina og sjóinn.

Hvaða nýju vísindum ég kynnist næst er ekki gott að vita, en ég mæli með að þið staldrið við og njótið þess sem þið lærið á hverjum einasta degi því þegar þeim punkti er náð finniði að þið eruð á réttri hillu!

Lifið heil.