sunnudagur, 3. júní 2007
Gamlar myndir
Í gær, þegar ég átti að vera að vinna, fékk ég þá hugmynd að fara að taka myndir með véllinni minni af gömlum ljósmyndum sem teknar voru af fjölskyldunni frá 1975 og einhver ár þar á eftir. Á þessum tíma var ljósmyndapappírinn sem notaður var mjög lélegur og allar myndir frá þessum tíma verða gular með tímanum. Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir löngu síðan en betra seint en aldrei!!! Fyrsta myndin sem ég birti hér er af Ólafi afa mínum og nafna, þar sem hann stendur í Hellisfirði fyrir austan að veiða, báturinn hans Grænafellið í baksýn, Færeyingur sem því miður endaði á báli á Hjalteyri 15-20 árum síðar. Þarna ólst afi minn upp og sagt var um hann og bróður hans að þeir hafi verið aldir upp á fuglakjöti og tertum (einhverjir sögðu þetta með öfundartón enda herramanns matur sem ekki allir gátu fengið). Í sumar verður svo haldið í þennan yndislega fjörð. Það er hluti af "dagskrá" sem verður í kringum níræðis afmælið hennar ömmu sem verður í lok júlí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli