mánudagur, 11. júní 2007

Fótboltapistill

Botninum hefur verið náð, IA 3-1 KR. Ótrúlega lélegur leikur að hálfu míns liðs og betra liðið vann í þetta skiptið. Ég er hins vegar enn staðfastur í trúnni og yfirgef ekki sökkvandi skip frekar en skipstjóra sæmir :) Aðgerða er þörf hjá þessu liði, og það ekki seinna en í gær. Leiðin er bara upp á við núna!!!
Það sem bjargaði ferðinni á Skagann var ferðafélaginn sem gerði það að verkum að það var ekki þagað alla leiðina heim.

2 ummæli:

Vaka sagði...

híhíhí...

Ég held að þú ættir bara að hætta á mæta á leikina, þeir skora þegar þú ert ekki til staðar :)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hmmm, ég veit. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist... :)