þriðjudagur, 30. október 2007

Já maður er á lífi, en notar nú hverja mínútu sem gefst til að læra eða vinna (tvær min fyrir þessa færslu verða að nægja). Stráksi er hérna fyrir sunnan hjá okkur Vöku, litlu fjölskyldunni, og þar sem aðal barnapían (mamma) er að spóka sig í Berlin hefur maður nóg að gera :) Ég hef ekki verið í þessari stöðu frá því ég bjó fyrir norðan, að vera með hann einn allan daginn, og verð ég að segja að þetta er alveg frábært. Auðvitað er gott að hafa múttu og það auðveldar lífið mjög en þetta er alvöru :) Okkur Vöku ferst þetta líka bara vel úr hendi, hún er einmitt með I í afmæli hjá Leif, bróður sínum núna og svo þarf að elda í kvöld (ef þau koma ekki södd úr afmælinu ;) Hér er eldað á hverjum degi, soðinn fiskur í gær, læri á sunnudaginn svo að þetta er hard core!!!

Nú er það hins vegar Gautavíkur-þýðingin sem kallar. Textinn er mjög lélegur á frummálinu (nema ég sé svona lélegur í þýskunni hehehe), setningar sem ná yfirleitt yfir fjórar línur með fullt af aukasetningum og nú er vankunnáttan í fornleifaræðinni farin að segja til sín. Dagný er mér hins vegar innan handar svo þetta reddast, eins og alltaf :)

Góðir hálsar, bless í bili (tvöföldu) og ég hlakka til þegar þessari törn líkur!!!

laugardagur, 27. október 2007

föstudagur, 26. október 2007

295. færslan,

og auðvitað eru það Wulf og Morgenthaler sem fá heiðurinn af því að vera númer 295. Gleðin í sinni sem fylgir þessum stuttu ræmum er hreint með ólíkindum.

þriðjudagur, 23. október 2007

Myndir út og suður frá ferðinni til Odense, Köben og Berlin

Til að sjá útskýringar með hverri mynd þarf að velja albúmið og skoða það online eða velja kommentaboxið niðri vinstramegin.

Þemamyndir...

fimmtudagur, 11. október 2007

Föndrari af lifi og sál

Vegna fádæma undirtekta við síðustu mynd og heillaóska vegna þess með hvaða stórveldi stáksi heldur með í íslensku íþróttalífi ákvað ég að bæta við mynd af honum, að föndra, með að ég held nýjustu tengdadóttur minni. Hann á víst tvær kærustur en hin hefur ekki enn náðst á mynd með honum. Ef ég veit rétt er þetta dóttir kaupfélagsstjórans á Króknum og eins og glöggir sjá fer vel á með þeim skötuhjúum.



Til þess hins vegar að svara þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust tengdar síðustu mynd sem birt var af Ingimar með KR-húfuna langar mig bara að segja þetta. 1. KR var ekki í fallsæti, þó svo að fjölgað hafi verið í deildinni. 2. KR-ingar þurfa ekki að lifa við það að hafa unnið bikarinn i knattspyrnu með því að draga vígtennurnar úr andstæðingnum. 3. Það sýnir sig bara að þessi blessuðu börn sem eru með KR-ingnum mínum á leikskóla láta ekki það á sig fá þótt einn sé öðruvísi og haldi með stórveldi í íþróttum í Íslandi og láta ekki einhverja afbrýðisemi koma fram í einhverjum látalætum sem stundum getur plagað þá sem ekki hafa stjórn á afbrýðisemi sinni ;)
Lifið heil, og áfram KR :)

miðvikudagur, 10. október 2007

Mynd af prinsinum í ham á leikskólanum Furukoti, Sauðárkróki


Hann er þarna með KR-húfuna í miðjunni :) ekki slæmt uppeldi þetta hehehe

mánudagur, 8. október 2007

Í útlandinu

Þetta er helvíti magnað, maður er ekki fyrr kominn á erlenda grundu þá fær maður pípandi og uppsöl. Ég hlýt að hafa valið þessa tímasetningu til að geta fengið þjálfaða hjúkrunarkonu og verðandi lækni til að sjá um mig!!! Ég er nú allur að skríða saman eftir allsherjar úthreinsun síðustu 12 tímana svo landið fer rísandi.
Ha' det!!

föstudagur, 5. október 2007

Odense ó Odense

Þá er ég kominn til Odense, til elsku Vöku minnar og því hefur AndVakan runnið sitt skeið, í bili :)

þriðjudagur, 2. október 2007

Þrjár nætur

Nú eru einungis þrjár nætur þar til ég fer til elsku Vöku minnar.
Aðrar fréttir af mér eru þær að ég tók að mér þýðingu á skýrslu um fornleifauppgröft að Gautavík í Berufirði. Skemmtilegt verkefni sem ég fæ auðvitað allt of lítið greitt fyrir, en peningar eru peningar, sama hversu fáir þeir eru :) Ég er líka kominn með leiðbeinanda, hann Ólaf Árnason sem kenndi mér í SEA í vor. Ég er mjög ánægður með það og því er líka á dagskránni að skrifa paper proposal að lokaverkefninu á næstu dögum. Eitthvað er ritgerð í EIA að þvælast fyrir þarna en hún verður tekin með tromi, í síðasta lagi þegar ég kem aftur heim frá útlandinu 20. okt. Já þetta verður langt úthald en langþráð. Auðvitað er stefnt að því að setja reglulega inn myndir af ferðinni.
Myndavélin verður alla vega tekin með, sem og fartölvan, svo þetta ætti að verða leikur einn.

mánudagur, 1. október 2007