Ég byrja að vinna á morgun. Ég hlakka bara mjög mikið til og þá fæ ég líka að vita nákvæmlega hvað ég á að fara að gera. Það hefur nefnilega aðeins örlað á því að ég er spurður um verkefnið og ég hef ekki getað svarað mjög nákvæmlega. Frá og með morgundeginum mun það sem sagt breytast.
Þetta var bara mjög skemmtileg helgi, sem byrjaði á fimmtudaginn í síðust viku þegar við Helga systir fórum norður og hún hélt fyrirlestur á Hólum um doktorsverkefnið sitt. Dagarnir fyrir norðan fóru svo annars í það að safna saman búslóðinni minni og hlaða henni í kerru sem ég leigði og á laugardaginn fórum við Helga svo í útskriftina hennar Hallrúnar frá Hólaskóla, hún orðin tamningakona svo draumurinn er að rætast. Eftir útskriftina lögðum við svo af stað heim í frábæru veðri (ég set örugglega inn myndir á bloggið á næstu dögum sem ég tók á leiðinni).
Helginni verður svo slúttað með því að fara á völlinn í kvöld og ég vona innilega að mínir menn geti nú drullast til að vinna Víkinga, þó maður geti nú ekki verið viss með þetta lið eins og það hefur verið að spila!!! Djammi helgarinnar verða svo gerð skil í sér pistli, síðar :)
Kv. frá andlausum bloggara
mánudagur, 28. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hey Oli!! Hvað segirðu! Hvert ertu að vinna? Ég er heima í frábæru veðri, hehe. Ég fer norður með pabbi minn í dag og svo við skulum fara um allt landið! Hafðu það gott! Kv. Julieta
Takk fyrir góða helgi. Frábært að fá ykkur Helgu í útskriftina mína :) Núna er ég að filla út eiðublað til að fara inn á þriðja árið.
Julieta, er ekki hægt að ná á þér með email?
Skrifa ummæli