miðvikudagur, 9. maí 2007
Sumarið nálgast...
Jæja góðir hálsar, nú fer sumarið bráðum að koma hjá manni. Síðara prófið á eftir og þá "bara" hópritgerð eftir, þegar henni verður skilað mun svo dósin verða opnuð og maður lagður í bleyti af þeirri einstöku ástæðu að Atli vinur minn heldur upp á afmælið sitt á laugardagskvöldið og það verður auðvitað að hita upp fyrir þau stórátök kvöldið áður ;). Auðvitað á ekki að stuðla að áfengisdrykkju (en þar sem vonandi enginn undir lögaldri les þetta blogg hef ég litlar áhyggjur, Ingimar enn of ungur) á opinberum vettvangi, en ef ekki núna þá aldrei. Ef ekki heyrist í mér fram yfir helgi bið ég ykkur vel að lifa (en ég á nú von á að geta haldið kjafti þangað til), KJÓSIÐ það sem þið viljið en nýtið kosningaréttinn, annars er mér að mæta...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli