sunnudagur, 6. maí 2007

Sunnudagur 6. maí 2007

Þá er maður sestur enn einu sinni við þessa helv. andsk. tölvu. Einhverjir taka e.t.v. eftir að klukkan er orðin magt og ég hefði átt að vera sestur við fyrir langa löngu vegna mikilla anna. Annirnar hafa ekkert minnkað en til að passa að geislabaugurinn verði ekki of þröngur fór ég nú aðeins út úr húsi í gærkvöldi. Dagnýju var boðið í afmæli til Guggu og mökum og viðhengjum líka, og ég flokkast undir handfarangurinn og skellti mér því með. Það var mjög gaman í afmælinu, afmælisbarnið ber aldurinn mjög vel og við enduðum svo með að kíkja aðeins á Cultura þaðan sem hópurinn tvístraðist svo hver til síns heima. Pizza-King var svo heiðraður með nærveru minni áður en haldið var heim í góðum gír. Nú er svo lærdómsmójóið komið að einhverju leiti, greiningar liggja fyrir í ritgerðinni minni og svo verður þessu skilað á morgun, mánudag, og þá verður kátt í höllinni. Þá tekur við lestur fyrir próf (og ég hlakka nú bara til að fara að lesa undir próf hehe) og svo er það hópverkefnið góða sem bíður og því verður skilað á föstudaginn 11. maí. Tekur þá við taumlaus gleði, Ingimar kemur á sunnudag og sumarið er þá komið :) Ég er svo kominn með vinnu í sumar, verð að vinna fyrir Brynhildi kennara minn, verð aðstoðarmaður og hlakka mjög til. Nú er það hins vegar læri læri læri læri.....

Engin ummæli: