laugardagur, 5. maí 2007

Klukkan 8

Ég sá aldrei svínasúpuna eða neinn af þessum grínþáttum á Stöð2. Eitt sinn sá ég hins vegar smá brot úr einum þætti og þá var það Sveppi í karakter að blogga. Þetta var á þeim tíma sem bloggæðið fór sem hæst og mér hafði ekki dottið í hug að hefja þessa annars ágætu iðju. Sveppi var frekar sjabbý gæi, með matseðilinn á bolnum og var frekar ókræsilegur. Hann bloggaði um hvað hann hafði verið að gera um daginn, að sitja við tölvuna og spila tölvuleiki og blogga, prumpað og farið oft á klósettið og hversu mikið kók hann hafði drukkið um daginn. Ástæðan fyrir því að ég tala um þetta er að mér er farið að líða svona, kannski fyrir utan vaxtarlagið og matseðilinn á bolnum, en þessi færsla ber óneitanlega keim af tilgangslausu færslunum hans Sveppa klukkan rúmlega 8 að morgni á laugardegi (hef ekki vaknað svona snemma á laugardagsmorgni í háa herrans tíð). Nú er hins vegar málið að gera eitthvað af viti... Æ, hvað ætlaði ég nú að segja meir, man það ekki og hætti því þessu rausi (er ekki til andheiti við svefngalsi, morgunógleði? nei það er annað)

Engin ummæli: