sunnudagur, 13. maí 2007

Gleði og leiðindi...

Sunnudagur til sælu er víst stundum sagt. Hjá mér á það að vissu leyti við því Ingimar var að koma til okkar mömmu og verður út þessa viku. Ótrúleg gleði sem fylgir því alltaf að fá þennan dreng sem hefur nú munninn fyrir neðan nefið og fær ýmislegt í gegn með því að ræða málin vel og vandlega og með smá ýtni. Æ, maður getur ekki alltaf sagt nei :)
Leiðindin eru svo auðvitað að helv. stjórnin hélt velli og haft er eftir Geir Haarde að engin ástæða sé til snöggra breytinga og stjórnin éti sig saman í dag. Reyndar finnst mér þetta skrítið lýðræði að bornlausir taparar fari í stjórn þrátt fyrir yfirlýsingar Valgerðar Sverrisd. en það er nú svo margt í þessum heimi sem maður ekki skilur. Ég votta þeim hins vegar samúð mína sem kusu þetta yfir okkur hin, meirihluta landsmanna Nota Bene, og vona að þeir sofi vel í nótt. Þetta kerfi er þá eftir allt ekkert betra en kosningakerfið í US and A þar sem menn verða forsetar með fylgi minnihlutans á bakvið sig. Eins og ég sagði áðan er þetta víst nefnt lýðræði og við megum þakka fyrir að það sé strjórnunaleiðin hér á landi, þótt skítalykt sé nú af málinu... Nú ætla ég hins vegar að njóta þess að vera með stráksa og eigiði góðan dag. Ég á örugglega eftir að tjá mig meira um gærdaginn næstu daga...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm...þetta er sorglegt mál, meiraðsegja sorglegra en að Serbía hafi unnið Eurovision ;o)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Já segðu, jafnvel sorglegra en þetta júró-mafíu-bull ;)