Þvílíkur sólardagur. Veðrið yndislegt svo við Dagný skelltum okkur á hnakka-iðnaðarmannastaðinn Deco við Austurvöll (þar var laust borð og algjört skjól). Til að gera langa sögu stutta brunnum við bæði, bjórinn hitnaði ótrúlega fljótt en það var geggjað að sitja þarna, bara eins og á ráðhústorginu í Köben á góðum degi og bjórinn bara á sama verði. Um kvöldið fórum við svo í útskriftarpartý hjá Vöndu og skemmtum okkur konunglega. Um nóttina enduðum við svo á Q-bar, eftir að hafa haldið vöku fyrir Vöku með há-gáfuðum umræðum um eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var (já það hefur verið gaman fyrir hana :)). Og stúlkan að lesa undir próf :( Tillitssemin ekki alltaf að hrjá mann. Gott kvöld sem verður vonandi endurtekið hið fyrsta :)
sunnudagur, 20. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli