mánudagur, 7. maí 2007

Pirr pirr pirr

Nú er ég búinn að skila af mér ritgerðum í NRM og umhverfi og skipulagi. Það er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess pirrings sem greip mig þegar ég var að láta prenta ósköpin út og binda þau inn. Inn kom nefnilega stúlka og spurði í háskólafjölrituninni hvort þeir sæu um að koma BA ritgerðum á rétt form, hún væri í félagsvísindadeild. Hún fékk jákvæð viðbrögð og var spurð að því hversu löng hún væri. Ritgerðin hennar er svona 30 blaðsíður. 30 BLAÐSÍÐUR. Ég var að bíða eftir að fá innbundnar tvær annarritgerðir sem voru sitt hvorar 34 bls. Ertu ekki að grínast??? Er þetta standardinn í menntastofnuninni sem ætlar að komast á topp 100? Alla vega féll mér allur ketill í eld og varð mjög pirraður og kom við hjá Dagnýju á Loftskeytastöðinni. Sagði henni frá þessum ósköpum og þá gat hún frætt mig um það að þetta væri algeng lengd, ritgerðirnar ættu ekki að vera lengri og ekki væri ætlast til að nemendur ályktuðu um efnið í lok ritgerðar. Engin lokaorð sem sagt. Ég verð að segja að þarna missti ég ótrúlega mikið álit á HÍ, þetta er samt örugglega svona annars staðar líka hér á landi, en fyrr má nú aldeilis vera. Kröfurnar eru almennileg heimildaöflun og svo ekki söguna meir, fólkið veit næstum ekki hvað það hefur verið að skrifa um ( svo er heil önn tekin í að skrifa 30 bls.....) AAAAAAAAAAA

7 ummæli:

Vaka sagði...

Bekkjarfélagi minn íhugar að kæra HÍ fyrir of mikið vinnuálag, 40 klst "vinnu" (þ.e. skylduviðveru) + 6 fyrirlestra + lestur á viku. Álaginu er svo sannarlega misskipti milli faga, ég segi nú ekki meira :S

Nafnlaus sagði...

úff...skil þennan pirring fullkomlega. Sjálf skilaði ég BS ritgerð í Sverige, þar var miðað við lágmark 50 bls.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Sko ég styð læknanema fulls hugar í þeirri baráttu að fá vinnuálag minnkað. Reyndar er ótrúlegt að enginn hafi gert neitt í þessu fyrr og vonandi gerir skólafélagi þinn bara eitthvað í þessu og þið hin með honum!!! og 50 bls. BA/BS-ritgerð er nú bara fínt. Sérstaklega ef lokaorð þurfa að vera með (sem er ekki alltaf raunin) til að sýna að nemandinn hafi skilning á efninu.
LIFI BYLTINGIN...

dax sagði...

Smá anal athugasemd hérna megin. Í raun eiga nemendur alveg að skrifa lokaorð. En það er bara ekki ætlast til vissra hluta, sjá hér á heimasíðu Hugvísindadeildar:

"Hver er tilgangurinn með gerð B.A. ritgerðar?

B.A. ritgerð er ætlað að sýna hæfni nemandans til sjálfstæðra og fræðilegra vinnubragða í lok grunnnáms. Oftast er unnið út frá vel afmarkaðri rannsóknaspurningu sem nemandi leitast við að svara með aðstoð heimilda og ýmissa gagna. Nemandi skal gæta fjarlægðar frá eigin texta og skoðunum og vera eins hlutlægur í umfjöllun sinni og unnt er."

Og áfram er haldið, til að gleðja þig:

"5 eininga B.A. ritgerð er u.þ.b. 20-30 bls. Þá er miðað við leturgerð Times New Roman 12, 1 1/2 línubil og 3 cm spássíu á hvorn veg."

tíhíhíhíhíhíhí

fyrir áhugasama þá er krækjan:

http://www.hug.hi.is/id/1008331

Ps. og já, mín BA rigerð var 50 bls með viðaukum :)

Nafnlaus sagði...

Oh ég verð að segja að mér finnst einmitt svo glatað að það eigi að miða við einhvern lágmarks blaðsíðufjölda. Það er stundum eins og það skipti meira máli hversu mörg orð eru skrifuð og hversu vel er teygt úr textanum heldur en hvað raunverulega er verið að segja.

og þess fyrir utan þá er það akkúrat öfugt þegar út á vinnumarkaðinn er komið, amk í nútímafyrirtækjum, þar skiptir máli hvað þú hefur að segja og að fólkið í kringum þig nenni að lesa/hlusta á það sem þú hefur að segja en ekki hvort þú skrifar 20 eða 70 bls.

Ég er gríðarlega fylgjandi því að háskólinn fari að kenna það sem skiptir máli og að nemendur hætti að leggja áherslu á hvernig er hægt að koma léttast frá draslinu með einhverjum krúsidúllum

og hana nú!!

Ólafur Ögmundarson sagði...

Já, vissi um þetta í hugvísindadeild (skrifaði sjálfur milli 80 og 90 bls lokaritgerð í þeirri ágætu deild) en hef heyrt að nemendur í raunvísindadeild (fer örugglega eftir skorum) eiga ekki að taka afstöðu til niðurstaðna heldur kynna þær hráar og án eigin orða. Þ.a.l. er sjálfstæð hugsun innan þeirra deilda ekki æskilegt. Þekki þetta ekki af eigin raun en ef þetta er rétt erum við í vondum málum!!!

Gummi S sagði...

Sammála að blaðsíðufjöldinn skiptir mjög litlu máli... Yfirleitt betra að hafa þær stuttar og hnitmiðaðar í stað langloka... 30 bls. ritgerð getur auðveldlega verið betri en 70 bls.

Nú veit ég ekki hvernig þessar BA lokaritgerðir eru - en hversu margar einingar eru þær? er það misjafnt eða? einhver talar um 5ein. annar að hún eigi að taka eina önn sem samsvarar 15 ein.