þriðjudagur, 1. maí 2007

Tónlist

Eins og alltaf þegar ég sit við tölvuna og læri er ég með tónlist í eyrunum. Er búinn að setja inn dáldið magn í tölvuna, tónlistina sem ég hlusta helst á. Ég var eitthvað að spá í þetta um daginn og sá þá að ég hef staðnað í smekk, eða hætt að fylgjast með nýjum böndum fyrir svona 10 árum síðan. Ég hef hins vegar, eins og gleggir lesendur hafa tekið eftir, aðeins útvíkkað tónlistaráhugann aftur með því að taka ástfóstri við hjálma og hlusta á AMPOP, Franz Ferdinand, Leaves, Pétur Ben og fleiri nýleg bönd. Alltaf leita ég samt aftur í gömlu góðu slagarana. Soundgarden (einmitt sönvari þeirrar sálugu hljómsveitar sem syngur nýja Bond-lagið), Nirvana, U2, The Cult, Falco, Leonard Cohen, Zeppelin, Pearl Jam og fleiri góða. Ég hef nú mjög gaman af að spá í aldri og er að velta fyrir mér hvort maður (ég alla vega) hætti að geta tileinkað sér nýja strauma með aldrinum. Faðir minn sálugi staðnaði t.d. alveg með Elvis Aroni bróður sínum og fannst allt sem kom á eftir Kónginum vera prump. Ég er að reyna að afsanna þessar vangaveltur mínar með því að hlusta á nýja útkomna tónlist en hvort það text kemur bara í ljós. Nú er það hins vegar NRM-verkefnið sem kallar, nýr þjóðgarður á landsvæðinu norðan Hofsjökuls. Spennó, finnst þér ekki... Þetta voru vangaveltur á mánudagskvöldi!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heheheh nei ég held þetta hafi ekkert að gera með aldur, ég þekki m.a.s. fólk á þínum aldri sem finnst Ampop, Franz og Pétur Ben vera gamalt dót :p
ps. mæli með nýja diskinum með Of Montreal :)

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með www.pandora.com, er alltaf með það í gangi þegar ég er að læra.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Takk fyrir :)