þriðjudagur, 1. maí 2007

1. maí 2007

Fyrst langar mig til að óska Karenu til hamingju með daginn, það hlýtur að vera gaman að allir flaggi á afmælisdaginn mans :) Svo vil ég óska öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins. Ég er alinn upp við þá hefð að þessi dagur sé sérstakur og hef alltaf verið minntur á að hlutirnir eru ekki sjálfgefnir og ástæðan fyrir velgengni íslensks samfélags í dag sé vegna baráttu, þreks svita og tára forfeðra minna og ykkar allra, verkalýðsins í landinu. Svo á auðvitað líka um heiminn allan!! Já, ég fékk rautt uppeldi :) Reyndar hefur nú sljákkað eitthvað á því, mamma hætt að fara í kröfugöngu, gekk yfir sig held ég á árum áður, en ég held að systir mín og mágur fari. Ég hef hins vegar ekki tíma, er að stauta við tölvuna (sem ég er farinn að hata eins og pestina) og bíð í ofvæni eftir þeim degi sem ósköpunum lýkur. Nú er hins vegar komið nóg af væli, brettum upp ermar bræður og systur og mössum þetta!! Alveg sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur, massið það.
Eigiði góðan dag...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn...

Jáháts! Ég ætla sko að massa þetta...

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega! Jú það er rosa gaman, alltaf flaggað og flestir í fríi og svona. Kannski ekki uppáhaldstími námsmannanna en ég meina...
Takk og sömuleiðis, mössum þetta! Je.

Nafnlaus sagði...

Snilldin við þennan dag er líka að allir muna eftir honum :) Aftur je.