miðvikudagur, 30. maí 2007
þriðjudagur, 29. maí 2007
Síðasta snuddumyndin tekin 2006
Ný tölva
Þá er það fyrsta færslan úr nýju tölvunni minni, sem ég fékk í hendurnar í dag (mont mont mont). Nú verður heldur betur tekið á því í skrifunum!!!
mánudagur, 28. maí 2007
Síðustu dagar
Ég byrja að vinna á morgun. Ég hlakka bara mjög mikið til og þá fæ ég líka að vita nákvæmlega hvað ég á að fara að gera. Það hefur nefnilega aðeins örlað á því að ég er spurður um verkefnið og ég hef ekki getað svarað mjög nákvæmlega. Frá og með morgundeginum mun það sem sagt breytast.
Þetta var bara mjög skemmtileg helgi, sem byrjaði á fimmtudaginn í síðust viku þegar við Helga systir fórum norður og hún hélt fyrirlestur á Hólum um doktorsverkefnið sitt. Dagarnir fyrir norðan fóru svo annars í það að safna saman búslóðinni minni og hlaða henni í kerru sem ég leigði og á laugardaginn fórum við Helga svo í útskriftina hennar Hallrúnar frá Hólaskóla, hún orðin tamningakona svo draumurinn er að rætast. Eftir útskriftina lögðum við svo af stað heim í frábæru veðri (ég set örugglega inn myndir á bloggið á næstu dögum sem ég tók á leiðinni).
Helginni verður svo slúttað með því að fara á völlinn í kvöld og ég vona innilega að mínir menn geti nú drullast til að vinna Víkinga, þó maður geti nú ekki verið viss með þetta lið eins og það hefur verið að spila!!! Djammi helgarinnar verða svo gerð skil í sér pistli, síðar :)
Kv. frá andlausum bloggara
Þetta var bara mjög skemmtileg helgi, sem byrjaði á fimmtudaginn í síðust viku þegar við Helga systir fórum norður og hún hélt fyrirlestur á Hólum um doktorsverkefnið sitt. Dagarnir fyrir norðan fóru svo annars í það að safna saman búslóðinni minni og hlaða henni í kerru sem ég leigði og á laugardaginn fórum við Helga svo í útskriftina hennar Hallrúnar frá Hólaskóla, hún orðin tamningakona svo draumurinn er að rætast. Eftir útskriftina lögðum við svo af stað heim í frábæru veðri (ég set örugglega inn myndir á bloggið á næstu dögum sem ég tók á leiðinni).
Helginni verður svo slúttað með því að fara á völlinn í kvöld og ég vona innilega að mínir menn geti nú drullast til að vinna Víkinga, þó maður geti nú ekki verið viss með þetta lið eins og það hefur verið að spila!!! Djammi helgarinnar verða svo gerð skil í sér pistli, síðar :)
Kv. frá andlausum bloggara
sunnudagur, 27. maí 2007
Takk :)
Takk fyrir hlý orð í minn garð og mynda minna. Dagný á nú stóran þátt í þessu vegna þess það hún benti mér á frábært ljósmyndaforrit sem hægt er að ná í á netinu sem heitir IrfanView og hefur gert mér kleift að vinna myndirnar og gera þær aðgengilegar :) Ég held örugglega áfram að setja inn myndir!!!
miðvikudagur, 23. maí 2007
þriðjudagur, 22. maí 2007
mánudagur, 21. maí 2007
Pælingar
Ég kíkti til Guðnýjar frænku og Ingólfs í morgun þegar ég var að bíða eftir að koma bílnum mínum á verkstæði. Það var nú ekki mikið að drekanum, þurfti bara aðeins að herða á bremsudælunum. Við ræddum heima og geima, og Guðný sagði mér frá grein sem hún hafði lesið, þar sem í stuttu máli var komið með þá kenningu að vegna þess að karlmenn eru ósjálfbjarga (þá er talað um þá sem ráða í dag, pólitíkusar um heim allan í kringum og yfir fimmtugt), ósjálfbjarga er meint að þeir sjá ekki um föt sín né heimili, þurfa varla að hugsa um líkama sinn heldur, þá geti þeir ekki lengur sett sig í spor náttúrunnar, tekið tillit til hennar og horft á hana sem eitthvað annað en hlut sem er einskis virði nema hann sé nýttur. Þeir nýta hana (náttúran er kvenkyns), arðræna og nota eins og þeir vilja. Á sama tíma heyja þeir stríð til þess að fá útrás fyrir karlmennsku sinni og það bitnar á jörðinni og konunum (gæti verið samasem merki þarna á milli). Ég verð að segja frá á þessu stigi að frænka mín er í meistaranámi í kynjafræði, og skýrir það um margt þetta umræðuefni :) Fyrir mér er þetta mjög góð og athyglisverð kenning. Erfitt er auðvitað að finna samanburð, land, þar sem konur hafa ráðið í gegnum aldirnar (það land er jú ekki til) og því er e.t.v. hægt að hrekja þessa kenningu á þeim forsendum, en samt ekki. Karlar hafa ráðið frá örófi alda, stjórnað með góðu eða illu, nýtt og herjað og konur hafa, með fáum undantekningum, verið leikföng í höndum hinna "miklu" manna. Það að yfirfæra kúgun kvenna yfir á þá kúgun sem við beytum og höfum beytt náttúruna er fyrir mér rökrétt. Jörðin og náttúran eru kvenkyns, oft nefnd móðir. Þar er tengingin komin. Landslag er oft persónugert og því lýst eins og kvenlíkama með sínar kúrvur og fallegu form.
Hvað er hægt að gera, breytist viðhorf mannsins til konunnar/náttúrunnar einhvern tíma? Er von? Í samræðum okkar í dag kom fram að Guðný telur að viðhorf karlmannsins til kvenna/náttúrunnar, mun ekki breytast fyrr en konan sjálf breytir sínu viðhorfi til kynsystra sinna. Ef ég skildi hana rétt þá á það við þá kynímynd sem konur hafa ýtt undir í gegnum árin með háttum sínum og gjörðum (endurtek, ef ég skil hana rétt). Ábyrgðinni er hins vegar ekki varpað yfir á konurnar, heldur vil ég meina að þeim hafi með miklum þrýstingi verið þröngvað til þess að fara á þessa braut, braut eylífrar og ótakmarkaðrar fegurðardýrkunar.
Að mínu mati erum við þá komin að kjarna málsin. Til að bera virðingu fyrir öðrum þarftu að bera virðingu fyrir sjálfum þér. Þegar því stigi hefur verið náð að karlmenn bera virðingu fyrir konum og konur á sama tíma bera virðingu fyrir sér (þær bera virðingu fyrir körlum) þá munu hlutirnir breytast en hvenær það mun gerast veit ég ekki.
Hvað er hægt að gera, breytist viðhorf mannsins til konunnar/náttúrunnar einhvern tíma? Er von? Í samræðum okkar í dag kom fram að Guðný telur að viðhorf karlmannsins til kvenna/náttúrunnar, mun ekki breytast fyrr en konan sjálf breytir sínu viðhorfi til kynsystra sinna. Ef ég skildi hana rétt þá á það við þá kynímynd sem konur hafa ýtt undir í gegnum árin með háttum sínum og gjörðum (endurtek, ef ég skil hana rétt). Ábyrgðinni er hins vegar ekki varpað yfir á konurnar, heldur vil ég meina að þeim hafi með miklum þrýstingi verið þröngvað til þess að fara á þessa braut, braut eylífrar og ótakmarkaðrar fegurðardýrkunar.
Að mínu mati erum við þá komin að kjarna málsin. Til að bera virðingu fyrir öðrum þarftu að bera virðingu fyrir sjálfum þér. Þegar því stigi hefur verið náð að karlmenn bera virðingu fyrir konum og konur á sama tíma bera virðingu fyrir sér (þær bera virðingu fyrir körlum) þá munu hlutirnir breytast en hvenær það mun gerast veit ég ekki.
sunnudagur, 20. maí 2007
Eyvindur og Halla/Ólafur og Dorrit :)
Þetta sæta andapar heldur til á suðvestur-tjörninni við Ráðhús Reykjavíkur. Þau hafa verið nefnd Eyvindur og Halla. Það eru aldrei neinar aðrar endur á þessum polli. Ég tók myndir af þeim um daginn þegar ég var á ferð með vélina mína. Vonandi ná þau bara að koma upp ungum fyrir máfunum. Kíkið á þau og gefið þeim brauð þegar þið eruð á ferðinni, það gleður þau mjög :)
Föstudagurinn 18/5/07
Þvílíkur sólardagur. Veðrið yndislegt svo við Dagný skelltum okkur á hnakka-iðnaðarmannastaðinn Deco við Austurvöll (þar var laust borð og algjört skjól). Til að gera langa sögu stutta brunnum við bæði, bjórinn hitnaði ótrúlega fljótt en það var geggjað að sitja þarna, bara eins og á ráðhústorginu í Köben á góðum degi og bjórinn bara á sama verði. Um kvöldið fórum við svo í útskriftarpartý hjá Vöndu og skemmtum okkur konunglega. Um nóttina enduðum við svo á Q-bar, eftir að hafa haldið vöku fyrir Vöku með há-gáfuðum umræðum um eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var (já það hefur verið gaman fyrir hana :)). Og stúlkan að lesa undir próf :( Tillitssemin ekki alltaf að hrjá mann. Gott kvöld sem verður vonandi endurtekið hið fyrsta :)
Fyrsti fótboltapistill sumars - KR 1-1 Breiðablik
Fyrsti leikur sumarsins sem ég sé er búinn og mínir menn voru bara lélegir. Jafntefli raunin og bara sanngjörn úrslit. Leikurinn einkenndist af kick and run og maður hefði óneitanlega viljað sjá meira af spili. Völlurinn bauð bara ekki upp á það og því var þetta dæmigerður vorleikur. Maður vonast bara til að liðið fari að sýna betri leik og að úrslitin fari að gleðja mann en ekki bara valda gremju :)
Áfram KR!!!
fimmtudagur, 17. maí 2007
Ég er ekki hættur að blogga
Vildi bara koma því á framfæri að ég er ekki hættur að blogga, er að leggja í hann norður núna með stráksa, ég vona að þið hafið það sem best!!!
Kv. Óli
Kv. Óli
mánudagur, 14. maí 2007
sunnudagur, 13. maí 2007
Gleði og leiðindi...
Sunnudagur til sælu er víst stundum sagt. Hjá mér á það að vissu leyti við því Ingimar var að koma til okkar mömmu og verður út þessa viku. Ótrúleg gleði sem fylgir því alltaf að fá þennan dreng sem hefur nú munninn fyrir neðan nefið og fær ýmislegt í gegn með því að ræða málin vel og vandlega og með smá ýtni. Æ, maður getur ekki alltaf sagt nei :)
Leiðindin eru svo auðvitað að helv. stjórnin hélt velli og haft er eftir Geir Haarde að engin ástæða sé til snöggra breytinga og stjórnin éti sig saman í dag. Reyndar finnst mér þetta skrítið lýðræði að bornlausir taparar fari í stjórn þrátt fyrir yfirlýsingar Valgerðar Sverrisd. en það er nú svo margt í þessum heimi sem maður ekki skilur. Ég votta þeim hins vegar samúð mína sem kusu þetta yfir okkur hin, meirihluta landsmanna Nota Bene, og vona að þeir sofi vel í nótt. Þetta kerfi er þá eftir allt ekkert betra en kosningakerfið í US and A þar sem menn verða forsetar með fylgi minnihlutans á bakvið sig. Eins og ég sagði áðan er þetta víst nefnt lýðræði og við megum þakka fyrir að það sé strjórnunaleiðin hér á landi, þótt skítalykt sé nú af málinu... Nú ætla ég hins vegar að njóta þess að vera með stráksa og eigiði góðan dag. Ég á örugglega eftir að tjá mig meira um gærdaginn næstu daga...
Leiðindin eru svo auðvitað að helv. stjórnin hélt velli og haft er eftir Geir Haarde að engin ástæða sé til snöggra breytinga og stjórnin éti sig saman í dag. Reyndar finnst mér þetta skrítið lýðræði að bornlausir taparar fari í stjórn þrátt fyrir yfirlýsingar Valgerðar Sverrisd. en það er nú svo margt í þessum heimi sem maður ekki skilur. Ég votta þeim hins vegar samúð mína sem kusu þetta yfir okkur hin, meirihluta landsmanna Nota Bene, og vona að þeir sofi vel í nótt. Þetta kerfi er þá eftir allt ekkert betra en kosningakerfið í US and A þar sem menn verða forsetar með fylgi minnihlutans á bakvið sig. Eins og ég sagði áðan er þetta víst nefnt lýðræði og við megum þakka fyrir að það sé strjórnunaleiðin hér á landi, þótt skítalykt sé nú af málinu... Nú ætla ég hins vegar að njóta þess að vera með stráksa og eigiði góðan dag. Ég á örugglega eftir að tjá mig meira um gærdaginn næstu daga...
föstudagur, 11. maí 2007
Þessi önn er búin...
fimmtudagur, 10. maí 2007
Chris Cornell - Billie jean (acoustic live)
Fyrir þá sem voru á plokkað hringinn (og hina líka) sem heyrðu Pétur Ben taka þetta lag. Hvor er svo betri?
Falco - Der Kommissar
Vegna endalauss áhuga á snillingnum honum Falco ákvað ég að birta myndbanidð með laginu Der Kommissar frá 1982 hérna á blogginu. Þetta ætti að koma öllum í gott skap, hann getur líka kennt manni svo margt um góða framkomu og töffaraskap.
miðvikudagur, 9. maí 2007
Sumarið nálgast...
Jæja góðir hálsar, nú fer sumarið bráðum að koma hjá manni. Síðara prófið á eftir og þá "bara" hópritgerð eftir, þegar henni verður skilað mun svo dósin verða opnuð og maður lagður í bleyti af þeirri einstöku ástæðu að Atli vinur minn heldur upp á afmælið sitt á laugardagskvöldið og það verður auðvitað að hita upp fyrir þau stórátök kvöldið áður ;). Auðvitað á ekki að stuðla að áfengisdrykkju (en þar sem vonandi enginn undir lögaldri les þetta blogg hef ég litlar áhyggjur, Ingimar enn of ungur) á opinberum vettvangi, en ef ekki núna þá aldrei. Ef ekki heyrist í mér fram yfir helgi bið ég ykkur vel að lifa (en ég á nú von á að geta haldið kjafti þangað til), KJÓSIÐ það sem þið viljið en nýtið kosningaréttinn, annars er mér að mæta...
mánudagur, 7. maí 2007
Prófundirbúningur
Hver hefði trúað því að það væri allt í einu afslappandi að byrja að lesa undir próf? Ekki hefði nokkur maður getað logið því að mér, Karen er búin að vera að reyna það en það er fyrst núna sem ég hef séð ljósið. Bara það að geta setið annars staðar en við tölvuna og lært er snilld og ég er á því að það komi í veg fyrir að ég breytist í rækju. Var á góðri leið með það en þeirri þróun verður nú snúið við með snarhasti... See you in SEA!!!
Pirr pirr pirr
Nú er ég búinn að skila af mér ritgerðum í NRM og umhverfi og skipulagi. Það er nú ekki frásögu færandi nema vegna þess pirrings sem greip mig þegar ég var að láta prenta ósköpin út og binda þau inn. Inn kom nefnilega stúlka og spurði í háskólafjölrituninni hvort þeir sæu um að koma BA ritgerðum á rétt form, hún væri í félagsvísindadeild. Hún fékk jákvæð viðbrögð og var spurð að því hversu löng hún væri. Ritgerðin hennar er svona 30 blaðsíður. 30 BLAÐSÍÐUR. Ég var að bíða eftir að fá innbundnar tvær annarritgerðir sem voru sitt hvorar 34 bls. Ertu ekki að grínast??? Er þetta standardinn í menntastofnuninni sem ætlar að komast á topp 100? Alla vega féll mér allur ketill í eld og varð mjög pirraður og kom við hjá Dagnýju á Loftskeytastöðinni. Sagði henni frá þessum ósköpum og þá gat hún frætt mig um það að þetta væri algeng lengd, ritgerðirnar ættu ekki að vera lengri og ekki væri ætlast til að nemendur ályktuðu um efnið í lok ritgerðar. Engin lokaorð sem sagt. Ég verð að segja að þarna missti ég ótrúlega mikið álit á HÍ, þetta er samt örugglega svona annars staðar líka hér á landi, en fyrr má nú aldeilis vera. Kröfurnar eru almennileg heimildaöflun og svo ekki söguna meir, fólkið veit næstum ekki hvað það hefur verið að skrifa um ( svo er heil önn tekin í að skrifa 30 bls.....) AAAAAAAAAAA
Bjórsmakkari varð alkóhólisti
Þá að léttara hjali. Bjórsmakkari í Brasilíu varð áfengisbölinu að bráð og vinnuveitandi hans þarf að greiða honum bætur fyrir að hafa gert hann að fyllirafti. Sumir myndu nú gegna þessu starfi fyrir lítið annað en ánæguna af því einni saman... Reyndar kemur fram í fréttinni að hann var kominn í 16-25 bjóra á dag :)
sunnudagur, 6. maí 2007
Sunnudagur 6. maí 2007
Þá er maður sestur enn einu sinni við þessa helv. andsk. tölvu. Einhverjir taka e.t.v. eftir að klukkan er orðin magt og ég hefði átt að vera sestur við fyrir langa löngu vegna mikilla anna. Annirnar hafa ekkert minnkað en til að passa að geislabaugurinn verði ekki of þröngur fór ég nú aðeins út úr húsi í gærkvöldi. Dagnýju var boðið í afmæli til Guggu og mökum og viðhengjum líka, og ég flokkast undir handfarangurinn og skellti mér því með. Það var mjög gaman í afmælinu, afmælisbarnið ber aldurinn mjög vel og við enduðum svo með að kíkja aðeins á Cultura þaðan sem hópurinn tvístraðist svo hver til síns heima. Pizza-King var svo heiðraður með nærveru minni áður en haldið var heim í góðum gír. Nú er svo lærdómsmójóið komið að einhverju leiti, greiningar liggja fyrir í ritgerðinni minni og svo verður þessu skilað á morgun, mánudag, og þá verður kátt í höllinni. Þá tekur við lestur fyrir próf (og ég hlakka nú bara til að fara að lesa undir próf hehe) og svo er það hópverkefnið góða sem bíður og því verður skilað á föstudaginn 11. maí. Tekur þá við taumlaus gleði, Ingimar kemur á sunnudag og sumarið er þá komið :) Ég er svo kominn með vinnu í sumar, verð að vinna fyrir Brynhildi kennara minn, verð aðstoðarmaður og hlakka mjög til. Nú er það hins vegar læri læri læri læri.....
laugardagur, 5. maí 2007
Klukkan 8
Ég sá aldrei svínasúpuna eða neinn af þessum grínþáttum á Stöð2. Eitt sinn sá ég hins vegar smá brot úr einum þætti og þá var það Sveppi í karakter að blogga. Þetta var á þeim tíma sem bloggæðið fór sem hæst og mér hafði ekki dottið í hug að hefja þessa annars ágætu iðju. Sveppi var frekar sjabbý gæi, með matseðilinn á bolnum og var frekar ókræsilegur. Hann bloggaði um hvað hann hafði verið að gera um daginn, að sitja við tölvuna og spila tölvuleiki og blogga, prumpað og farið oft á klósettið og hversu mikið kók hann hafði drukkið um daginn. Ástæðan fyrir því að ég tala um þetta er að mér er farið að líða svona, kannski fyrir utan vaxtarlagið og matseðilinn á bolnum, en þessi færsla ber óneitanlega keim af tilgangslausu færslunum hans Sveppa klukkan rúmlega 8 að morgni á laugardegi (hef ekki vaknað svona snemma á laugardagsmorgni í háa herrans tíð). Nú er hins vegar málið að gera eitthvað af viti... Æ, hvað ætlaði ég nú að segja meir, man það ekki og hætti því þessu rausi (er ekki til andheiti við svefngalsi, morgunógleði? nei það er annað)
föstudagur, 4. maí 2007
Fyrra prófið búið, núna er það ritgerð :)
Nú er fyrra prófið búið og svo er "bara" eitt próf eftir, og tvær ritgeðir :) Júbbííííí. Prófið í dag gekk vel (eða mér fannst það) og svo kemur restin bara í ljós...
fimmtudagur, 3. maí 2007
"Lélegir veðurfréttamenn" á Íslandi
Hér á eftir fara tvö myndbrot með mjög lélegum veðurfréttamönnum, sem er þema dagsins. Reyndar eru þær báðar kvenkyns en það lýsir á engan hátt viðhorfi bloggarans til kvenna. Þetta eru einfaldlega einu myndbrotin á YouTube af lélegum íslenskum veðurfréttamönnum. Hins vegar er þetta tær snilld og er hugsað fyrir þá sem vilja létta lundina aðeins á þessum síðustu og verstu tímum :) Sjón er sögu ríkari og verði ykkur að góðu!!!
PS gaman að geta hent inn myndbrotum af YouTube á bloggið, sneddí fídus
PS gaman að geta hent inn myndbrotum af YouTube á bloggið, sneddí fídus
Stressuð veðurfréttakona
Hitt myndbandið við þema dagsins, "Lélegir veðurfréttamenn". Þessi er líka á Stöð2 :)
Sigga í veðrinu!
Hún Sigga var í NRM á þessari önn, betur þekkt sem Sigga í veðrinu á Stöð2. Þetta myndbrot er hluti af þema dagsins, "Lélegir veðurfréttamenn"
Fóstbræður - Vinnustaðagrínarinn
Þetta er vinnustaðagrínarinn í hnotskurn :) (bloggaði í síðasta mánuði um þessa "skemmtilegu" týpu)
"Unglingar segja konur eiga að þrífa"
"Unglingar segja konur eiga að þrífa" er fyrirsögn fréttar í Fréttablaðinu í gær, 2. maí. Þar er sagt frá nýrri könnun sem Andrea Hjálmsdóttir við HA vann. Niðurstöðurnar eru sláandi, og svo ég vitni beint í greinina "greinilegt bakslag hafa orðið í jafnréttisbaráttunni". Kemur fram í niðurstöðum að fleiri unglingsstúlkur telja að konur eigi að sjá um þvott nú heldur en árið 1992 þegar sambærileg könnun var gerð. Yngra fólk er almennt neikvæðara gagnvart jafnrétti en eldra. Þetta er auðvitað ótrúlegt!!!
miðvikudagur, 2. maí 2007
AAARRRRRGGGGG
Já, svona er þegar maður getur horft á sitt lið í beinni, óruglað heima hjá sér í fyrsta skipti í allan vegur. Þeir skít tapa :( Drulla upp á bakið á sér, eru ömurlega lélegir, og nú á ég svo að fara að lesa undir próf. AC Milan 3 - Man. Utd. 0. NÚLL, og þeir sem þurftu bara jafntefli til að komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar (en rosalega er gott að fá útrás fyrir þessu :), skrifa sig frá pirringnum) Nú verður This is the End með Doors sett á spilarann í tölvunni hehehehe
þriðjudagur, 1. maí 2007
Tónlist
Eins og alltaf þegar ég sit við tölvuna og læri er ég með tónlist í eyrunum. Er búinn að setja inn dáldið magn í tölvuna, tónlistina sem ég hlusta helst á. Ég var eitthvað að spá í þetta um daginn og sá þá að ég hef staðnað í smekk, eða hætt að fylgjast með nýjum böndum fyrir svona 10 árum síðan. Ég hef hins vegar, eins og gleggir lesendur hafa tekið eftir, aðeins útvíkkað tónlistaráhugann aftur með því að taka ástfóstri við hjálma og hlusta á AMPOP, Franz Ferdinand, Leaves, Pétur Ben og fleiri nýleg bönd. Alltaf leita ég samt aftur í gömlu góðu slagarana. Soundgarden (einmitt sönvari þeirrar sálugu hljómsveitar sem syngur nýja Bond-lagið), Nirvana, U2, The Cult, Falco, Leonard Cohen, Zeppelin, Pearl Jam og fleiri góða. Ég hef nú mjög gaman af að spá í aldri og er að velta fyrir mér hvort maður (ég alla vega) hætti að geta tileinkað sér nýja strauma með aldrinum. Faðir minn sálugi staðnaði t.d. alveg með Elvis Aroni bróður sínum og fannst allt sem kom á eftir Kónginum vera prump. Ég er að reyna að afsanna þessar vangaveltur mínar með því að hlusta á nýja útkomna tónlist en hvort það text kemur bara í ljós. Nú er það hins vegar NRM-verkefnið sem kallar, nýr þjóðgarður á landsvæðinu norðan Hofsjökuls. Spennó, finnst þér ekki... Þetta voru vangaveltur á mánudagskvöldi!!
1. maí 2007
Fyrst langar mig til að óska Karenu til hamingju með daginn, það hlýtur að vera gaman að allir flaggi á afmælisdaginn mans :) Svo vil ég óska öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins. Ég er alinn upp við þá hefð að þessi dagur sé sérstakur og hef alltaf verið minntur á að hlutirnir eru ekki sjálfgefnir og ástæðan fyrir velgengni íslensks samfélags í dag sé vegna baráttu, þreks svita og tára forfeðra minna og ykkar allra, verkalýðsins í landinu. Svo á auðvitað líka um heiminn allan!! Já, ég fékk rautt uppeldi :) Reyndar hefur nú sljákkað eitthvað á því, mamma hætt að fara í kröfugöngu, gekk yfir sig held ég á árum áður, en ég held að systir mín og mágur fari. Ég hef hins vegar ekki tíma, er að stauta við tölvuna (sem ég er farinn að hata eins og pestina) og bíð í ofvæni eftir þeim degi sem ósköpunum lýkur. Nú er hins vegar komið nóg af væli, brettum upp ermar bræður og systur og mössum þetta!! Alveg sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur, massið það.
Eigiði góðan dag...
Eigiði góðan dag...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)