
Ég biðst annars forláts á vöntun á jólakortum, enn eitt árið, en við Vaka erum að hugsa um að gera gangskör í þessum málum fyrir næstu jól.

An Alpha Male in an Ivory Tower
Minni tengsl við föðurættina má m.a. sjá af því að þeir sem reynt höfðu skilnað töluðu sjaldnar við föður sinn og hans foreldra en hin ungmennin gerðu, leituðu síður til þeirra og voru ólíklegri til að telja þau til nánustu aðstandenda. Þetta skýrir Sigrún með sterkri stöðu móðurinnar í lífi barnsins, sem rækti meira tengslin við sitt fólk en tengdafólk. Það mynstur verði svo skýrara við skilnað.
Aðspurð um hvernig megi skýra það að meiri þátttaka feðra í barnauppeldi hafi ekki skilað jafnari ábyrgð, segir Sigrún niðurstöðurnar hafa komið á óvart en mögulega liggi þetta í ólíkum hlutverkum foreldranna. Þótt pabbinn sé mikið með börnin sé hann oft að leika við þau en móðirin taki að sér ábyrgð og stjórn.
Aðspurð um hver hefði sagt þeim frá skilnaðinum sagði þriðjungur foreldrana hafa gert það í sameiningu og fjórðungur að móðirin hefði gert það. Í handriti að skýrslunni, sem 24 stundir hafa undir höndum, er bent á að tengsl geti verið á milli þess og að föðurnum sé kennt um skilnaðinn. „Draga má þá ályktun að ósýnileiki föður í sjálfu skilnaðarferlinu ýti undir hugmyndir barna um hann sem „sökudólg“, ekki síst þar sem móðir ber jafnframt mesta ábyrgð og tekur frekar að sér útskýringar.“
Þá kemur fram að þótt fráskildu foreldrarnir hefðu flestir hafið aðra sambúð þegar könnunin var gerð voru feðurnir líklegri til að skipta oftar um maka og eignast börn í seinni samböndum. Telja höfundar að þetta geti veikt stöðu föðurins í huga barnsins enn frekar.
Að lokum er lagt til að þeir foreldrar sem hvað erfiðast eiga með að leysa úr sínum málum fái til þess aðstoð og að börn þeirra fái sérstakan stuðning.
Í umræðum um „vísindaritið“ National Geographic (N.G) í síðasta tíma vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar, þar á meðal hvort N. G. sé vísindatímarit (í eiginlegum skilningi þess orðs) og svo í kjölfarið mörkin milli þess að birta vísindagreinar og greinar sem frekar hafa skemmtana- og eða fræðigildi fyrir lesandann án þess að textinn sé tormeltur og illskiljanlegur fyrir hinn almenn a lesanda. Þar sem markhópur útgefenda N. G. er menntuð millistétt Ameríkana mætti ætla að hægt væri að fæða þá með öðru en léttsöðnum greinum um allt hið góða í heiminum og yfirburði hvíta mannsins (Ameríkana).
Þegar rit eru gefin út í heiminum eru þau flokkuð eftir markhópnum með því að bjóða upp á greinar sem henta og höfða til hvers flokks lesenda. Blöð ætluð verkfræðingum fjalla um viðfangsefni verkfræðinga, svo byggingar brúa og blöð ætluð mannfræðingum fjalla um umfjöllunarefni mannfræðinga, t.d. vettvangsrannsóknir gerðar um heim allan. Oft á tíðum eru þessi rit mjög sérhæfð og þýðir þá lítið fyrir hinn almenna borgara, sem ekki hefur bakgrunn eða aðra þekkingu á viðfangsefnum sérritanna, að ætla að setjast niður og fá eitthvað út úr þeim lestri. Hvað er þá til ráða til þess að ná til hins almenna lesanda, og fræða, sem ekki less þessi áður nefndu sérfræðirit.
N. G. er eitt elsta „vísindarit“ sem gefið er út í heiminum í dag, ritið á rætur sínar að rekja til loka 18. aldar þegar The National Geographic Society var stofnað árið 1888. Stofnendur félagsins voru úr elítu þess tíma og blaðið var ætlað hinni menntuðu millistétt til að byrja með en ekki ólærðum lýðnum. Ritið var því rit sérfræðinga. Enn þann dag í dag er blaðið ætlað sama markhópi en það sem hefur breyst er að blaðið höfðar til allra, en þá breytingu má rekja til þess að Alexander Graham Bell tók við stjórn blaðsins 1898.
„Bell seemed much more attuned to the Society‘s mission to disperse geographic knowledge rather than to promote new research, and he believed that people would read geography only if it were light and entertaining” (Fjölrit bls. 16)
Breytinguna má einnig rekja til Gilbert Hovey Grosvenor.
„As a result of Grosvenor‘s innovations, the Geographic style became mor similar to that of other popular monthlies, marked by „a realism full of pep and information““ (Fjölrit bls. 16)
Byggt á þessari tilvitnun hef ég, þegar rætt er um N. G., orðið vísindarit í gæsalöppum. Í mínum huga er N. G. nefnilega ekkert vísindarit, nema þá vísindarit fyrir almenning þar sem valdar eru greinar sem ætla má að hann skilji og vilji lesa.
Önnur lögmál gilda fyrir vísindarit ætluð almenningi en þau sem ætluð eru vísindamönnum (sérfræðingsrit). Vísindarit fyrir almenning þurfa ekki að vera bökkuð upp af rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þeim sviðum sem ritin fjalla um, greinarnar eru byggðar (oftast) á stuttum vettvangsrannsóknum eða upplifun greinarhöfundar. Þetta form bíður upp á skekkju þegar efnið er svo matreitt fyrir lesandann, líkt og þekkt er í mannfræðinni, ef greinarhöfundur passar ekki upp á að blanda ekki eigin skoðun á viðfangsefninu við hlutlausa umfjöllun sína sem lesandinn á heimtu á. Útgáfa á ritum eins og N. G. er því ekki auðveld og þurfa þeir því líklega að hlusta á mikla gagnrýni á skrif sín og passa sig sérstaklega á því að vera hlutlausir í umfjöllun sinni - miðað við umræðuna í síðasta tíma virðist þeim ekki alltaf takast það!