Afmælisveislan var annars mjög fín, nánast enginn grátur og stráksi fékk fullt fullt af gjöfum. Tæplega fjörutíu manns voru í veislunni, svo það er spurning hversu margir verða þegar drengurinn fermist. Afmælistertan var Súperman-terta og hann fékk líka slíkan búning frá okkur . Reyndar var ManU gallinn fyrir valinu til að vera í í veislunni, enda verðandi atvinnumaður þarna á ferð!
Margrét, litla systir Ingimar var líka rosa hress, er hætt að vera mannafæla og hún og Vaka voru hinar bestu vinkonur. Vaka las fyrir hana og svo skottaðist hún um í prinsessupilsi, hin mesta dama þar á ferð :)
2 ummæli:
Awwwww...til hamingju með drenginn ef ég var ekki búin að segja það fyrr!!
Ég trúi því að þetta hafi verið massa reality check og því er síðbúin frásögn afmælisins hér með fyrirgefin ;)
Takk fyrir það :)
Skrifa ummæli