þriðjudagur, 1. apríl 2008

Umhverfisdagar við HÍ - Hefur þú grænan grun?

Það er mér mikil ánægja að kynna umhverfisdaga í HÍ - ÞETTA ER EKKI GABB!!!

Dagskrá Umhverfisdaga í Háskóla Íslands er eftirleiðis:

1. apríl:

11:30
Opnir básar á Háskólatorgi - umhverfisvænar vörur og lausnir

16:40
Sýning heimildamyndarinnar „We Feed the World“ (96 mín – enskur texti) og umræður í lok myndar um efni hennar.
Stofa HT-105, Háskólatorgi.

2. apríl:

12:00
Hádegisfyrirlestrar Umhverfisdaga: Kaupa fyrst, henda svo?

Tilraunir á áhrifum verðs á kauphegðun íslenskra neytenda. - Valdimar Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild HR
Úrgangsmálin á höfuðborgarsvæðinu: Hver og einn skiptir máli í góðri meðhöndlun með gott hráefni. - Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu
Stofa HT-104, Háskólatorgi.

20:30
Umhverfis-Quiz - Spurningameistari er Katrín Jakobsdóttir.
Staður: Highlander, Lækjargötu 10.

3. apríl:

21:00
Uppskeruhátíð Umhverfisdaga á Grand Rokk!
Staður: Grand Rokk, Smiðjustíg 6.

Ég hvet alla til að mæta og leggja þessu málefni lið. Þeir sem standa að þessum dögum eru:

GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði
Stúdentaráð HÍ
Stofnun Sæmundarfróða

Engin ummæli: