þriðjudagur, 16. desember 2008

Tilkynning


Fyrir þá sem hafa misst af þessari frétt þá er Horst Tappert aka Derrick látinn, 85 ára að aldri.

Þáttaröðin um Derrick er sú vinsælasta í flokki lögregluþátta í Þýskalandi frá upphafi og engin þýsk þáttaröð hefur náð jafn mikilli dreifingu erlendis eins og Derrick.

Derrick var ekki lítið þekktur á Íslandi karlinn, hver man ekki eftir því þegar hann kom til Íslands, ef ég man rétt upp úr 1980. Íslenskar húsmæður urðu að grúpppíum á svipstundu og voru það helst hans frægu augnpokar sem heilluðu og svo auðvitað gleraugun (einn af mínum bestu vinum hefur á afrekaskránni að sporðrenna einu sambærilegu pari)

1 ummæli:

Lilja sagði...

Æji, en sorglegt! Merkismaður þar á ferð og snilldar þættir! ...leiðinlegt að ég hafi ekki verið uppi 1980 og misst af heimsókn kappans!