sunnudagur, 22. júní 2008

James Bond-heilkennið

er heilkenni sem hrjáir playera sem eiga til að nýta bráð sína og hugsa bara um eigin hag. Þeir eru víst hins vegar ekki eftirsóknarverðir þegar byggja á upp fjölskyldu. Þetta er ein þeirra frétta sem ég hef hugsað mér að fjalla um á þessu bloggi, en vegna leti hefur það bara ekki orðið að veruleika.

Önnur frétt sem mig hefur langað til að fjalla um er mótleikur Dana við reykingabanninu sem sett var á á síðusta ári. Það er "den elektriske cigaret" eða »e-cigs«. Hún gefur ekki frá sér reyk en í hana eru settar fyllingar með nikótíni. Þær eru því ekki bannaðar vegna þess að þessar sígarettur eru flokkaðar sem "livsstilsprodukt". Danirnir alltaf góðir :)

Þriðja fréttin var að Svarthöfði, síðasti göngumaður í "skrúðgöngu" presta á prestaþingi hafi verið á vegum Vantrúar. Hann tók sig mjög vel út í göngunni og ég held bara að biskup ætti að bjóða honum næst að vera með. Lífgaði heldur betur upp á þessa annars drungalegu göngu (segir mikið til um gönguna fyrst svarthöfði lífgar upp á hlutina.

3 ummæli:

Lilja sagði...

Jibbííí, nýtt blogg :)

Danirnir alltaf sniðugir!!

Gott að fá líka útskýringu á Svarthöfða! ...ég var búin að velta mikið fyrir mér á hvers vegum hann hefði verið :)

Lilja sagði...

Já, og p.s. er þessi e-cigs ekki svona cigarettu-staukur eins og Ragna okkar brúkaði??

Ólafur Ögmundarson sagði...

https://e-cig.com/shopping/shopcontent.asp?type=Home
Hér má sjá nánar hvað e-cig er. Ég held að þetta sé meira advanced útgáfa en Ragna var með :)