Nú er sko ýmislegt að frétta. Ef einhver skyldi ekki vita af því þá erum við Vaka að flytja saman í íbúð á stúdentagörðunum á Lindargötu. Við erum raunar flutt, erum komin með mest okkar hafurtaks á staðinn og erum farin að sofa þar. Sjón er annars sögu ríkari og ef þig lesandi góður langar til þess að sjá best skipulögðu íbúð á stúdentagörðunum verðurðu bara að koma í heimsókn :)
Það sem er svo líka að frétta er að Ingimar er hérna í Reykjavík núna, er veikur, svo að það verður ekki mikið úr lærdómi næstu daga. Vonandi batnar honum nú samt sem allra allra fyrst svo að hægt verði að fara út og gera eitthvað skemmtilegt hið fyrsta.
Það þriðja sem er í fréttum er að búið er að samþykkja rannsóknaráætlun mína af stjórn verkfræðideildar HÍ (ég mun því útskrifast frá þeirri deild) svo að nú mun ég hald ótrauður áfram í átt að takmarki mínu, sem er að útskrifast eftir akkurat ár, eða í febrúar 2009.
Nú er hins vegar komið að því að fara að hugsa um barnið, sem er auðvitað ótrúlega hress miðað við veikindin (er í tölvunni) en það má ekki hafa hann í tölvunni of lengi eftirlitslausann.
Bless í bili!
mánudagur, 11. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til lukku með þetta allt saman ;)
Skrifa ummæli