Reyndar eru þetta allt greinar sem við Íslendingar getum verið góð í, vegna þess hversu "bezt í heimi" við erum:
- 100 metra sund sjómanna með frjálsri aðferð (sjóstakkasund tíðkaðist á árum áður á sjómannadaginn) - síðast keppt í árið 1896
- Hindrunarsund - síðast keppt í árið 1900
- Dúfuskotfimi - með lifandi dúfum - síðast keppt í árið 1900
- Næst er það kraftlyftingar úti um allt (mín þýðing). Til nánari skýringar sjá mynd! - síðast keppt í árið 1904
- Skotfimi með byssum notuðum til einvígja (kannski lítlar líkur á að við ynnum þetta, enda friðsemisþjóð) - síðast keppt í árið 1912
- Tvíhent spjótkast. Okkur gæti alla vega ekki gengið ver í þessari íþrótt en spjókasti almennt - síðast keppt í árið 1912
- Reipitog. Öruggur sigur, við erum jú sterkust í heimi! - síðast keppt í árið 1920
- Kaðlaklifur. Bókað gull þar - síðast keppt í árið 1932
ÍSLAND - BEZT Í HEIMI!
2 ummæli:
Hahaha...snilld Óli, HREIN SNILLD! :)
Ég man eftir skopmynd frá Sigmund, sennilega 1972 þar sem íslensk keppandinn, langt á eftir öðrum kallar „Bíðið þar til skattsvik verða löggtilt ólympíugrein...!“
Skrifa ummæli