Skuggarnir fara að lengjast en hreindýrin í óróanum mínum láta ekki deigan síga og hringsnúast þegar sólar nýtur við
Geitungarnir fóru að finna að endirinn var nærri og fóru því í hverja sjálfsmorðsárásina á fætur annarri í dauðagildruna mína. Hún kom alla vega í veg fyrir að þeir væru að angra okkur Vöku inni í íbúðinni okkar (sem er nota bene á 5. hæð)
Leifur (til vinstri á myndinni), mágur minn, komst með liði sínu Stjörnunni í undanúrslit í sínum flokki í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þeir komust því miður ekki í úrslitin en greinilegt er að Stjarnan stendur vel að ungmennastarfi sínu!Ein mynd verður að fylgja af prinsinum, frá því hann var hjá okkur síðast fyrir um mánuði síðan. Man nú ekki alveg hvað var í gangi en fjörið var alla vega mikið, líkt og alltaf þegar þessi elska kíkir í 101 Reykjavík :)
þriðjudagur, 9. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli