mánudagur, 30. apríl 2007
Tónleikarnir á föstudagskvöldið..
Ég fór á tónleika, Plokkað hringinn með Rás2, á föstudagskvöldið með hópi vina og kunningja. Ég get ekki sagt að ég hafi stundað þess konar samkomur mikið í gegnum tíðina, en upp á síðkastið hef ég nú samt verið nokkuð duglegur (tónleikarnir með hjálmum). Þetta er nefnilega alveg afbragðs skemmtun. Hljómsveitin sem mér fannst standa uppúr var upphitunarbandið Hjaltalín stórgott band sem ég hlakka til að heyra meira frá. Ekki voru nú allir jafn hrifnir af þeim en sem betur fer höfum við ekki öll sama smekk. Ólöf Arnalds var allt í lagi, höfðar ekki til mín og Lay Low var fín. Pétur Ben var hins vegar aðal númerið. Snillingur á einari (og hinn í gifsi) sem þurfti því að sitja tónleikana á enda. Ég hlakka til að sjá hann aftur á sviði, þá á báðum því hann virðist mjög líflegur á sviði. Keypti mér svo diskinn hans og verð að segja að hann er betri live. Pétur tók svo eitt aukalag, Billy Jean eftir Jackson og ég verð að segja að P tók lagið miklu betur en Jacko Wacko. Snilldar útfærsla!!! Ég mæli svo með að þið hlustið á þessa tónleika (hlekkur á þá) meðan hægt er á netinu, stórgóð skemmtun. Nú er það hins vegar næsta verkefni sem bíður, lokaritgerð í NRM (natural resource management). Segi betur frá því síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hjaltalín venst ágætlega, verður að viðurkennast. Þau eru betri á plötu (MæSpeis) en live, eitthvað við framhaldsskólabraginn á þeim sem pirraði mig.
Hehe, já. Mér fannst hann dáldið töff, ung og sprö (eins og einhver segir svo gjarnan ;)
Skrifa ummæli