Ég verð að segja að það er eitt sem ég á mjög erfitt með að þola við að vera í skóla. Það er að hann vofir yfir manni stöðugt og við undarlegustu aðstæður er maður með hugann við næstu verkefni. Af þessum sökum ákvað ég í gær að hætta að hugsa um skólann, og það tókst bara alveg ágætlega, og svo vaknaði ég í morgun og hugurinn var við námið :) Skammgóður vermir en samt rosalega upplífgandi. Nú er ég svo að hugsa um að gera eins og í gær, og nota daginn til að fara rúnt út á suðurnes og skoða Wilson Muga, áður en íslenska ríkið þarf að borga fyrir niðurrif dallsins (ég spái því alla vega að það endi svoleiðis). Ég verð líka að viðurkenna að suðurnesin þekki ég alls ekki nógu vel og eru þau samt svona nálægt, eru vannýt auðlind í mínu lífi alla vega. Nú er sem sagt kominn tími til að breyta því.
Dagur frændi var að fara af landi brott í dag, eins bölvað og það er nú. Frábært að hafa hann hérna í húsinu, nú er bara að láta sig hlakka til að fá hann aftur á Klakann. Gæti reyndar verið að ég sjái hann næst í Köben (væri nú ekki slæmt) og þá verður kannski tekin smá rimma í Nintendo Wii tölvunni hans sem hann fékk í útskriftargjöf... Man það er skemmtilegt tæki :) en sem betur fer á ég ekki svoleiðis því þá færi of mikill tími í það hehee
Góðir hálsar, nú ætla ég út í góða veðrið og njóta þess áður en suðvestan-áttin kemur með hvelli,
gleðilega páska
kv. Ó
föstudagur, 6. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir samveruna frændi! Súrt að þurfa að fara aftur í alvöruna... sjáumst í júní!
Skrifa ummæli