Þá er kominn laugardagur :) og nú er farið að rigna þannig að maður tollir kannski eitthvað við lærdóminn í dag (það er reyndar nauðsynlegt svo allir í sea-hópnum haldist rólegir :)
Eins og sást á færslu gærdagsins ákvað ég að fara í smá bíltúr til að virða fyrir mér Wilson Muga sem strandaði við Sandgerði fyrir ekki svo alls löngu. Veðrið var flott en pínu svalt í skeggið.
Þegar við (Dagný fór með mér) komum að strandstaðnum gátum við ekki annað en hlegið vegna þess að það var svaka umferð af fólki, sem vildi auðvitað helst ekki ganga neitt og draumurinn hefði verið að geta keyrt alveg út í skip. Við hins vegar, eins létt á fæti og við erum, löbbuðum til að leyfa þeim eldri og hrumari að keyra alvega niður í fjöruna. Myndir af þessu hér fyrir ofan. Okkur fagidjótunum varð auvitað hugsað til mengunarinnar sem þetta strand hefur valdið með aukinni umferð um svæðið og átroðningi. Það hefði jafnvel þurft að taka hana út. Strandið hefur lítil jákvæð áhrif fyrir þetta svæði, það þarf ekki að keyra í gegnum Sandgerði til að fara að skipinu. Til að klára svo rúntinn um Reykjanesið komum við við á Garðskagavita og svo í 10/11 í Keflavík. Þaðan var svo strauið tekið heim og kvöldið tekið rólega og bara glápt á imbann og farið snemma að sofa.
laugardagur, 7. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli