fimmtudagur, 19. apríl 2007

Næturbrölt

Mér leiðist dáldið þegar stjórnmálaflokkar geta ekki markað sér stefnu og haldið sig svo við hana. Það fer bara ROSALEGA í pirrurnar á mér þegar það gerist. Samfylkingin hefur leikið þennan leik hvað varðar umhverfismálin, VG á Húsavík eru gegn sumri en ekki allri stóriðju. Frjálslyndir eru á móti útlendingum, en samt ekki. Framsókn hefur enga sérstaka stefnu, nema helst þá að gera hvað sem er til að vera í stjórn. Þá er bara íhaldið eftir sem hefur þá stefnu að allur flokkurinn hafi sömu stefnu. Jú og auðvitað að gera þá ríku ríkari. En eitt meiga þeir eiga að flokkurinn talar allur (alla vega svo ég muni eftir) sama rómi í hvað einstaka mál varðar (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál). Þýðir þetta að ég sé kannski bara íhald eftir allt saman? Er það bara uppeldið sem gerir það að verkum að ég kýs ekki íhaldið? Mun ég einhverntíma trúa á stöðugleikann? Verður hagvöxtur mér einhverntíma svo ofarlega í huga, og verðbólgan auðvitað, að ég gangi til liðs við íhaldið? Ég bara spyr...

Engin ummæli: