Mér reiknast til að þetta sé hundraðasta færslan á þessari bloggsíðu minni. Ég hef haft mikið yndi af því að skrifa á hana og þess vegna ætla ég að halda áfram að láta ljós mitt skína á henni, alla vega 100 færslur í viðbót :)
Eins og glöggir hafa e.t.v. tekið eftir eru alltaf slegin tvö bil á eftir punkti og í þá sérvisku mun verða haldið í, og kannsi verður z tekin upp auk gömlu kommusetningarinnar sem mér finnst miklu betri en sú nýja (en þarf að lesa mér meira til til þess að fullkomna hana, geri það kannski í sumar). Kæru lesendur. Nú kallar sonurinn og við ætlum að skemmta okkur yfir Línu Langsokki á Sjónarhóli. Alveg afbragðs mynd það.
föstudagur, 20. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli