Til ykkar þjáningarsystkina langar mig að senda baráttukveðjur í öllu amstrinu. Þetta reddast eins og alltaf og svo verður tekið á því 12. maí næstkomandi með Júróvisjón og kosningum!!!!! Op með humöret :)
Ástæðan fyrir þessu hvatningar-bloggi mínu er sú staðreynd að skörð hafa verið hoggin í hóp bestu vina og vandamanna og þjáningarsystkina sem nema við HÍ. Ekki er þetta fólk nú farið yfir móðuna miklu (sem betur fer) en ýmiskonar sjúkdómar eru farnir að hrella lýðinn sem ég vil meina að orsakist af þeirri einföldu ástæðu (sé sem sagt rót vandans) að álagið í skólanum sé allt of mikið!!!!! Yfirgnæfandi stress leggst á fólk og kemur það fram í líkamlegum kvillum.
Sú einfalda staðreynd að maður þurfi að skila 100% námsárangri til að fá fullt lán frá LÍN er ótækt (15 einingar). Þetta er magnað þegar t.d. í Boston University fullt mastersnám er skilgreint sem 12 einingar.
Eitthvað þarf að gera við þessu, því þeir sjúkdómar sem leggjast á ungt fólk geta fylgt þeim það sem eftir er og geta leitt til alvarlegri sjúkdóma í framtíðinni!!!!
mánudagur, 23. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk karlinn minn, tek þetta að hluta til til mín :-)
Námsálag er jú ágætt, maður þarf að hafa fyrir hlutunum í skólanum og það er gott mál. En það er náttla ekki gott að fólk þurfi að hætta að lifa lífinu á meðan það er í námi, ætli það sér að útskrifast á réttum tíma. Og ég tek undir þetta með Boston University, þegar ég var úti í UoY þá fékk ég full námslán þrátt fyrir að vera bara með 12,5 einingar, og það á BA stigi. Það er eins og LÍN geri sér ekki grein fyrir að HÍ og fleiri íslenskir skólar eru farnir að setja hellings pressu á nemendur. Ástæðan er sú að kennararnir - sem lærðu jú í þessum skólum - eru komnir heim og ætlast einfaldlega til þess sama og gert var við þá úti, svo ég viti í kennara okkar í SEA...
Já einmitt, það er rétt. En pressan verður að vera réttmæt, ekki má gera of miklar kröfur heldur. Mér finnst reyndar jaðra við það þegar krafist er 30 bls ritgerðar í staðin fyrir að leggja fyrir 3 klst lokapróf í áfanga líkt og í NRM. 30 bls eru nú 1/4 af væntanlegri mastersritgerð (eða eitthvað um það bil).
Takk,takk, tek þetta líka til mín:o)
Tek undir þetta með ritgerðina í NRM, finnst 30 bls svolítið mikið sko. Sérstaklega þar sem að við þurftum að skila 3 öðrum ritgerðum.
Ekki gott ef álagði er svo mikið að maður gefist bara upp. Ekki það að ég ætli að gera það, en hugleiddi það nú alveg á tímabili.
Gangi ykkur vel, stutt eftir núna;o)
Skrifa ummæli