mánudagur, 16. apríl 2007

Læri

Læri, læri, læri en fá tækifæri.
Helgin var frekar viðburðarík. Ég fékk mjög óvænta símhringingu frá Stephan nokkrum Anders gömlum vini mínum frá Tübingen sem staddur var á klakanum. Það var því ekkert annað að gera en að fara og hitta hann og Niels félaga hans í bænum á laugardagskvöldið, eftir að hafa farið út að borða á Shalimar. Yfirlýsingin um að detta ekki í það meira fram yfir próf datt því úr gildi, auðvitað ekki nema von þegar ég á í hlut, en nú hefur heitið aftur verið strengt. Það var auðvitað frábært að hitta félaga Stepahan, þýskan vall upp úr mér og við gátum rifjað upp gömlu vitleysunar sem við áorkuðum að gera þegar ég bjó í Tübingen. Stefnan er svo sett á að heimsækja hann í sumar :) Frá því á sunnudaginn hefur svo tími minn farið í að vinna að hópverkefni í SEA. Það vill til að hópfélagar mínir eru flestir áreiðanlegir og vinnan gengur vel að mér finnst. Svo hélt ég líka eitt stykki fyrirlestur í dag og það gekk líka vel (meiri bjartsýnin þetta). Fór svo í gymmið eftir allt of langt hlé í dag og ætla aftur á morgun. Nú á að taka þetta með enn einu trompinu!!!
Látið ykkur ekki leiðast,
kv. Ó

Engin ummæli: