sunnudagur, 22. apríl 2007
Jet-leg
Kominn suður aftur eftir hopp á Krókinn. Maður gæti nú alveg vanist þessu jet-set lífi. Verð að segja að það er dáldið magnað að koma þangað og fara ekki lengra en á flugvöllinn. Ég sem bjó þarna ekki fyrir svo löngu. Nína sagði einmitt við mig í dag að þetta væri nú hálf fyndið. Ég dró hana á Krókinn, en nú er ég fluttur burtu og hún er þarna enn og er ekki að fara :) Fljótt skipast veður í lofti. Stráksi er sem sagt kominn í fjörðinn og ég byrjaður að stauta á fullu, hópavinna áðan og nú er það environmental Kuznets curve sem stefnt er að að skila á morgun. Bis später!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli