Nú er aldrei að vita nema farið verði út að tjútta í kvöld, en fyrst er það matarboð/stofnfundur sem er á dagskránni. Þar sem ekki er alveg klárt hvort verður af stofnun þess í kvöld verður ekkert meira látið uppi um hvers konar félag málið snýst, að svo stöddu.
Lög og siðareglur félagsins verða ræddar í kvöld og þær bornar undir atkvæði og ef næg þátttaka fæst verður af stofnun félagsins. Nú eru án efa margir orðnir spenntir og verða þeir hinir sömu að byrgja spenninginn inni eða hafa samband við D eða mig til þess að fá nánari skýringar á samkomunni. Ekki er útilokað að talað verði tungum og skápagrín í hávegum haft!!!
Ég kveð að sinni með línu úr kvæði sem fannst í gömlu íslensku handriti sem fannst í British Library:
"Harmagrátur einnar stúlku eptir burtdauðan tittling er hún missti"
Kv. Óli
laugardagur, 7. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli