sunnudagur, 29. apríl 2007

“Þetta er tileinkað gærkvöldinu, meistari Falco heitinn með hið ódauðlega lag Jeanny (heitir reyndar Jeanny Part 1, úr hinu metnaðarfulla verki Jeanny sem er í einum fjórum hlutum).

Dramatísk rapp-ballaða á þýsku og ensku, segi bara why change a winning formula? Að þetta skuli ekki hafa verið leikið eftir af öðrum listamönnum. En, myndbandið er ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Ps. Ég tók eftir því að það er allsterkur svipur með Óla og átrúnaðargoðinu austurríska! Grínlaust” (Dagný Arnarsdóttir, http://101reykjavik.blogspot.com/ 29. apríl 2007).

Ekki veit ég nú hversu líkir við erum við Falco, en ekki myndi mér nú leiðast að vera jafn mikið kyntröll og hann var nú í lifanda lífi!!!

Í minningu látinnar hetjur og stórmennis (myndböndin við Jeanny, Der Kommissar, Amadeus)

1 ummæli:

dax sagði...

Ég verð bara að benda á þetta myndband með goðinu, eitthvað fyrir íslenska karlmenn til að læra af:

http://www.youtube.com/watch?v=siF-kaxWR6E

Kynþokkinn og töffheitin á Herr Kommissar eru það mikil að þetta blæti mitt gagnvart Falco er eiginlega orðið kynferðislegt. Held að ég verði bara alvarlega að endurskoða hvar ég stend í kynhneigðarmálum :-)