sunnudagur, 2. september 2007

Hlýnun í garð páfans?


Eins og fólk hefur tekið eftir er mér nú ekkert sérlega hlýtt til páfans í Róm. Er það helst vegna viðhorfa hans gagnvart samkynhneigð, fóstureyðingum og almennra fornaldar viðhorfa gagnvart íbúum þessarar jarðar og boðum og bönnum um hvernig það á að haga lífi sínu. Á mbl.is í dag er hins vegar frétt:

"Benedikt XVI hvetur til umhverfsverndar

Benedikt XVI, páfi, hvatti í dag unga kaþólikka til að taka frumkvæði í að hugsa betur um jörðina og auðlindir hennar. Páfi hélt ræðu í dag úti undir beru lofti á ungmennaráðstefnu kaþólsku kirkjunnar í bænum Loreto á Ítalíu. Sagði hann einkum mikilvægt að vernda vatnsforða jarðarinnar þar sem það gæti valdið ófriði og spennu ef honum verður ekki skipt á sanngjarnan hátt.

Páfi hefur verið í nokkurs konar umhverdisverndarherferð og hefur m.a. tjáð sig um skógareldana í Ítalíu nýlega og umhverfisáhrif þeirra. Páfagarður hefur gripið til aðgerða síðan Benedikt XVI tók við embætta á borð við að fjárfesta í skógræktarverkefnum til að kolefnisjafna útblástursmengun sína, auk þess sem sólarorkurafhlöður hafa verið settar upp á þökum Vatikansins".

Það er greinilegt að hann er ekki al slæmur, en eitthvað minnir nú þessi kolefnisjöfnun á aflátsbréf kaþólskra til forna (og Íslendinga á þessum síðustu og verstu...).

Þrátt fyrir þessa litlu siðbót hefur viðhorf mitt til páfans hins vegar ekkert breyst. Hann er nú ennþá rottweiler guðs (sjá mynd)....

föstudagur, 31. ágúst 2007

fimmtudagur, 30. ágúst 2007

AndVaka...



Já þá er hafinn tími AndVöku (Dagnýju verður seint full þakkað fyrir þessa nafngift :). Ég get nú ekki sagt að þetta sé mikill gleðitími og viðbrigðin mikil þar sem við höfum verið eins og samlokur síðustu tvo mánuði. Til þess að létta mér lundina hef ég því sett upp mikið prógram sem er fullt af hreyfingu og annarri skemmtun, svo sem að fara í Hafnarfjörðinn í dag og sjá KR-inga (vonandi) flengja FH-inga á þeirra heimavelli, Kapplakrika. En sá hlær víst best sem síðast hlær og bíð ég því með mínar frægu rokur þangað til svona um áttaleytið (skipti þeim þá kannski bara út fyrir brjóstumkennanlegum grátrokum, við sjáum til). Skólinn er svo að byrja, ég mæti í minn fyrsta tíma klukkan 8.15 í fyrramálið, Mat á umhverfisáhrifum og svo er það Vistfræði B næsta mánudagsmorgun á sama tíma. Þetta hefur nú aldrei verið beint minn tími en maður lætur sig hafa það, svona alla vega þegar maður er á landinu. Nú er hins vegar verið að leggja lokahönd á sumarverkefnið og það verður klárað að mestu um helgina. Ómæld gleði mun fylgja þeim verknaði :)
Bíb, kveðja grasekkillinn

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Púff

Það er nú meira hvað er brjálað að gera, svona á þessum síðustu og bestu tímum. Mamma er í bústað svo við Vaka ásamt frönskum vini fjölskyldunnar renndum austur að Flúðum og kíktum í mat til múttu. Nú fer að líða að því að ég skili af mér lokaskýrslu sumarverkefnisins, skólinn er að byrja og þ.a.l. skrif á lokaverkefninu mínu auk þess að Vaka mín er að fara til DK, þá hefst tími AndVöku (eins og Dagný komst svo vel að orði). Skotveiðin fer líka að byrja (er reyndar byrjuð) svo maður fer eitthvað að halda til heiða og leggjast svo í skurði þegar líða fer meira á haustið.
Lifið heil (ekki hálf ;)

mánudagur, 20. ágúst 2007

Dagný á afmæli

Kæra vinkona, hjartanlega til hamingju með daginn :)

Helgin sem menningin réð ríkjum

Þá er liðin helgi menningarinnar. Það er nú dáldið fyndið að það þurfi að skipuleggja sérstaka helgi fyrir menninguna en er á sama tíma skemmtilegt framtak. Frá því ég var síðast í Rvk. á menningarnótt fyrir einhverjum 5 árum hefur margt breyst, menningin (núna er ég farinn að endurtaka þetta orð full oft) hefur tekið völdin en ómenningin hefur þurft að láta í minni pokann (með einhverjum undantekningum þó). Það var reyndar svo mikið að gerast að manni féllust bara hendur. Tónleikarnir á Klambratúni stóðu heldur betur fyrir sínu (ég sá Mínus eftir að hafa "misst" af þeim á Lunga) þar sem Pétur Ben, Ampop og Mannakorn stóðu uppúr (að mínu mati) en allar hljómsveitirnar voru góðar. Í alla staði fínt kvöld og nótt sem ég ætla mér að mæta á aftur næsta sumar, ef maður verður á landinu :).

föstudagur, 17. ágúst 2007

Loks sigur... Og svo smá nöldur auk almennrar gleði

KR vann loks sigur í Landsbankadeildinni í gær. Undur og stórmerki hafa því gerst þessa vikuna og eru mér margfalt tilefni til þess að blogga pínu. Ég fór á völlinn í gær þar sem meira en 500 aðrir KR-ingar mættu (mín ágiskun) og voru því ansi stórt hlutfall af þeim 1200 sem mættu í heildina á völlinn. Það væri ekkert smá tap hjá öðrum liðum ef KR félli úr deildinni, þar sem þetta eru dyggustu áhangendur Íslands. Það sýna meðaltalstölur áhorfenda af leikjum sumarsins, KR og FH eru með lang hæst meðaltalið, rúmlega 2000 manns á leik og eins og glöggir vita eru þetta fyrir síðustu umferð efsta og neðsta lið deildarinnar. Hvort mínir menn eiga hins vegar skilið að falla er allt annar handleggur. En nú nóg af fótbolta, nöldrum nú aðeins.
Ég keyri ekki mikið í Reykjavik, geng frekar það sem ég þarf að fara. Það sem ég hef tekið eftir upp á síðkastið (og reyndar lengra aftur í tímann) er að Íslendingar í umferðinni eru glæpamenn. Þetta er alhæfing, ég veit. Þessi alhæfing mín byggir á því að undantekningalaust þegar maður er á ljósum keyrir fólk yfir á rauðu. Þá er ég ekki að tala um gulu eða appelsínugulu eins og flestir lenda einhvern tíma í að gera, heldur RAUÐU LJÓSI. Oft er þetta á beygjuljósum en líka þegar fólk ætlar að halda beint yfir gatnamót. Þetta gera bílstjórar þótt kassar sem í eiga að vera eftirlitsmyndavélar séu á gatnamótum (mín kenning er að þeir séu bara til skrauts, ég sé þá alla vega aldrei skjóta á þessa syndara). Ég lenti meiraðsegja í því í sumar þegar Ingimar var hjá mér að við vorum að fara yfir gönguljós og það var ekið yfir þau á rauðu ljósi, og fyrir einhverja algjöra rælni hélt ég á stráksa sem annars hefði getað verið hlaupandi á undan mér og þá hefði ekki þurft að spyrja um leikslok. Bíllinn hægði ekki á sér heldur keyrði á töluverðri ferð yfir ljósin. Ástæðan fyrir þessari fyrringu sem á sér stað í umferðinni er mér ekki fyllilega ljós. Ástandið er hins vegar að versna og þakka ég fyrir að ég er oftast á stórum bíl þannig að ég nýt e.t.v. aðeins meiri virðingar í umferðinni en ef ég væri á Fiat Panda. Arnþór félagi minn segir hins vegar að þótt hann sé á jeppa skipti það engu máli, hann gæti eins verið á Pöndu (samanber færslu á blogginu hans). Ef einhver hefur ráð við því hvernig má bregðast við þessari óáran sem umferðarmenning í Reykjavík er, er gefinn kostur á því hér.
Að lokum langar mig til að lýsa ánægju minni yfir náminu sem ég legg stund á þessa stundina. Meistaranám í auðlinda- og umhverfisfræði. Í þessu fagi leynast tækifærin og framtíðin er björt. Það er nánast sama hver bakgrunnur fólks er sem leggur stund á námið, það finnur alltaf einhverja tengingu við umhverfið og auðlindirnar sem svo hjálpar öllum við að finna bestu leiðirnar við nýtingu þessara tveggja þátta (sem eru um margt sami hluturinn, bara mismunandi nálganir). Hafir þú lesandi góður áhuga á þessu, er ég til í að svara spurningum ykkar eftir bestu getu því það er alltaf pláss fyrir gott fólk sem vill setja mark sitt á framtíðina, ekki bara verða einn af baunateljurum framtíðarinnar...
Lifið heil!!!

þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Vika milli færslna

Jæja, þá er næstum vika frá næstu færslu (eða eitthvað þar um bil). Stráksi fór norður um helgina, við Vaka keyrðum á móti Gísla á sunnudagsmorguninn og drukkum þ.a.l. morgunkaffi í Staðarskála rúmlega 10 að morgni. Það sem bjargaði að við yrðum ekki fyrir trukkakaffi-eitrun var að það var ný uppáhellt, enda engin heilvita manneskja á ferð svona snemma á sunnudagsmorgnum. Helgin var annars alveg ágæt. Dagný kom í bæinn á föstudaginn og við enduðum með að sitja á T12 og sötra bjór fram eftir kvöldi þar sem D fékk ekki miða á setningaratöfn Hinsegin daga sem var í Loftkastalanum. Það var rosa gaman að sitja svona og spjalla, taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrr í sumar þegar hún gekk í klaustrið.
Næsta helgi verður svo viðburðarík líkt og flestar aðrar helgar sumarsins. Vinir Vöku og ég erum að fara í bústað uppi í Svínadal, þar sem verður grillað, bjórinn sötraður og farið í pottinn. Ég hlakka mjög til, það verður gott að fara aðeins út úr bænum í rólegheitum með góðu fólki. Svo er það menningarnótt með öllum sínum uppákomum. Mér skilst að þá verði stefnt á að fara á Miklatún og hlusta á það sem þar verður í boði.
Nú er bloggið farið að þjóna tilgangi dagbókar... Jæja, læt þetta fljóta í þetta skiptið en ég vona að blogg-andinn fari að koma yfir mig aftur þegar skólinn hefst með öllum sínum herlegheitum. Vistfræði B verður setin aftur auk þess sem ég verð í MÁU (mati á umhverfisáhrifum framkvæmda) víhíííííí. Veit ekki með aðra kúrsa. Ble í bili

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Þegar hugurin reikar...

Nú rignir í henni Reykjavík. Ekki veitir af eftir þurrkana undanfarið og því er ágætt að hann helli smá úr sér. Síðustur vikur hafa verið annasamar, mikið um ferðalög en síðasta helgi var tekin í afslöppun. Laugardagurinn reyndar dáldið þunnur eftir smá uppáhellingu á föstudagskvöldið. Það var haldið matarboð á K12, Hjördís og Nonni, vinir Vöku komu í mat og við skemmtum okkur þræl vel, enda með eindemum skemmtilegt fólk þarna á ferð sem ég hlakka til að kynnast betur (það var líka þeim að þakka að Ingimar fékk Batman-búninginn frá mér í afmælisgjöf og þakka ég þeim hér enn og aftur fyrir þá björgun). Ég prófaði á þeim nýjan grilllög sem ég bjó til þetta kvöld og það er óhætt að segja að hann hafi heppnast vel. Bjórdrykkja kvöldsins tók hins vegar sinn toll og ég var þunnur á laugardaginn. Ber þar nýrra við því ég hef ekki fundið fyrir þeim kvilla lengi og er þar helst ágætis formi að þakka. Í dag er því hins vegar ekki að prísa, ég er frekar farinn að líkjast þeim Vamba og Þamba, félögum mínum, full mikið eftir hreyfingarleysi síðasta mánaðar og mikið át á góðum mat. Gymmið í HÍ opnar hins vegar á ný í næstu viku og þá verður tekið á því að nýju. Smá ótti hefur reyndar gripið um sig hjá mér vegna komandi átaka en hann næ ég væntanlega að yfirvinna.
Hvatinn af þessum skrifum mínum var hins vegar löngum í bjór, sem greip mig á miðvikudegi og klukkan ekki orðin tvö. Lífsnautnirnar hafa ekki herjað svona sterkt á mig lengi en ég tel þetta vera merki um að haustið sé að nálgast, skólinn fer að byrja (Dagný fer að koma til byggða eftir klausturlíf sumarsins en henni á ég mikla bjórdrykkju síðasta vetrar að þakka, nota bene þetta er ekki illa meint og á hún mínar dýpstu þakkir skildar enda ef ég hefði ekki kynnst henni væri ég ekki svona ánægður með lífið í dag) og lífsmynstur manns breytist. Bjórsötr inni í miðri viku hefst, vonandi vísindaferðir og skemmtikvöld með nýjum og auðvitað gömlum félögum úr náminu. Það eina sem skyggir á þessa gleði er að Vaka mín er að fara til DK í eina önn. Ég ætla hins vegar að vera duglegur að heimsækja hana til Odense og hún þarf kannski, "því miður", að koma til landsins í smá tíma um miðja önn til að taka eitthvað verklegt á spítala í Rvk. (kann ekki að segja betur frá því), þetta verður því ekki al slæmt :) Það sem ýtir svo auðvitað líka undir að ég fari sem oftast til DK (ekki það að Vaka er ástæða nokk) er að mér hefur verið boðið í veiði í DK, á Sjálandi að veiða fasana. Hann Stefán Holm vinur minn er kominn með byssuleyfi og Are vinur hans hefur aðgang að bóndabæ þar sem hægt er að veiða þessar annars fallegu skepnur. Haglarinn verður því gripinn með og lífið verður vonandi murkað úr saklausum málleysingjanum eins og sagt var í Dalalíf. Veiðin á Íslandi fer líka að hefjast þannig að maður er bara spenntur fyrir haustinu. Gæsin, öndin og vonandi rjúpan verða á matardiski mínum í vetur eftir haustið. Hreindýrið er tryggt en Maggi og Atli fengu úthlutað dýrum og ég hef tryggt mér hálfan skrokk :)
Vonandi leikur lífið við ykkur lesendur góðir eins og það leikur við mig, takið því alla vega með brosi á vör og ég get næstum lofað að það breytir miklu, ef ekki bara öllu :) (og mér tókst bara næstum að verða korný). Borðið vel, hreyfið ykkur með og gerið allt sem ég mundi gera...
Látum þetta verða síðustu orð þessarar færslu :)

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Myndir úr lífi mínu síðustu tvær vikur


Snjóflóðavarnirnar í Neskaupstað

Lautin í Hellisfirði (þær eru víst fleiri en þessa hefur fjölskyldan notað í áratugi og í þetta skiptið var ekki breytt út af vananum, frekar en venjulega)

Viðfjörður, Hellisfjörður (fjörðurinn "minn"), Norðfjörður (talið fra vinstri)

Amma mín, Dunna langamma eins og Ingimar kallar hana nokkrum dögum fyrir níræðis afmælið sitt. Hún er svo ern og yndisleg að það sést sko ekki að hún sé komin á tíunda tuginn.

Skrúður, útsýni úr Oddskarði

Ástirnar mínar á gangi á Norðfirði

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Ef þetta virkar vil ég sjá þetta innleitt í íslenskum fangelsum

Ef þetta virkar sem forvörn í fangelsum, ef þetta hjálpar, þá innleiðum dansinn í íslensk fangelsi. Flesta hefur nú líka dreymt um að dansa eins og MJ (sem sagt ekki tusku-framleiðandinn). Sjá link http://politiken.dk/poltv/?ExtID=2021
Þá er afmælið fyrir austan yfirstaðið, ég kominn suður að vinna og stráksi og mamma eru enn á Norðfirði. Snúðurinn minn var nú ekki sáttur við að ég færi en hann jafnaði sig fljótt. Það er alltaf eins og hjartað sé rifið úr manni þegar hann er í þessum gír. Það er hins vegar bara eitthvað sem maður verður að harka af sér. Ég er svo sestur við skriftir að nýju, nú fer að líða að skuldadögum og ég ekki kominn nógu langt með þetta...
Afmælið hennar ömmu (Guðnýjar Pétursdóttur) heppnaðist mjög vel, bara alveg frábærlega. Það voru örugglega nærri 200 manns sem mættu og fór fjöldinn fram úr björtustu vonum. Ég hafði giskað á svona 150 gesti en aðrir á í kringum 100. Sú gamla var ótrúlega hress, það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að mæta.

fimmtudagur, 26. júlí 2007

Kettir...


Ég er ekki hrifinn af köttum, en kettir eru oft hrifnir af mér. Ástæðan fyrir þessari litlu hrifningu er sú að ég er með ofnæmi fyrir þessum loðnu dýrum. Á visir.is er frétt um köt sem segir til um dauða vistmanna á hjúkrunarheimili sem hann býr á. Ef hann hjúfrar sig upp að vistmanni deyr sá hinn sami innan 4. klst. Óskar (eins og hann er nefndur) er ekki mikið fyrir að láta kjassa sig, nema þegar hann fer í "the death mode".
Kettir eru kannski ekki jafn nytslaus dýr og mér hefur lengi fundist (alla vega ekki allir).

Stráksi kominn

Oliver og félagar eru komnir í tækið. Hér er átt við VHS tækið á T12 sem er orðið frekar slappt, enda mikið notað af tíðum gestum heimilisins, barnabörnunum. Það er magnað hvað það er alltaf spennandi að horfa á imbann.
Á morgun verður svo haldið austur á Norðfjörð. Ættmóðirin, hún amma mín, verður níræð næsta þriðjudag. Fjölskyldan safnast saman um helgina, við förum í Hellisfjörð (ef veður leyfir) á sunnudaginn og svo verður svaka veisla á þriðjudaginn. Vaka kemur með, fer í fyrsta skipti á slóðir föður-ömmu sinnar, sem er ættuð úr Barðsnesinu svo það er vonandi að það verði hægt að sigla.
Læt þetta nægja í bili, leyfið lífinu að leika við ykkur :) öll sömul....

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Nokkrar myndir frá LungA 2007


Það er fallegt á Seyðisfirði!

Jeff who?

Vaka og Albína

(Guðrún) Lilja húkkaði sér far með aðal töffaranum í bænum...

Dagný og Vaka, báðar svona líka ginkeyptar fyrir víni

mánudagur, 23. júlí 2007

Í upphafi nýrrar viku


Þá er runninn upp enn einn mánudagurinn. Þegar við Vaka, Lilja og Albína vorum að keyra heim eftir miðnætti í gærkvöldi komumst við að því að það er bara orðið dáldið dimmt um það leyti. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ekki góð þróun sem þó er lítið hægt að gera í. Því miður. Seinni hluti sumarsins er runninn upp og daginn fer að stytta. En nú að öllu léttara hjali. Farið var á LungA um helgina. Um 1600 km eru því að baki og þreytan segir vel til sín. Helgin var hins vegar alveg frábær. Við byrjuðum á að keyra austur á föstudaginn (Vaka, Lilja og ég) með stoppi á Brú þar sem Albína bættist í hópinn. Teigur, búðir fornleifafræðinga sem grafa á Skriðuklaustri var svo áfangastaður dagsins. Dagný tók þar á móti okkur, vígreif og hress. Það var mjög gaman að koma þarna og sjá hvað fólk lætur bjóða sér, en aðstaðan á Teigi ku vera í betri kantinum miðað við þær aðstæður sem margir fornleifafræðingar búa við. Við sváfum vel (eða alla vega ég, sumir sváfu ekki eins vel vegna hrýns í mér). Loka áningarstaður laugardagsins var svo LungA á Seyðisfirði (ekki fjölskyldutjaldstæðið) en við fengum okkur heindýraborgara á Búllunni auk þess að fara í sund á Egilsstöðum á leiðinni. Ég mun hafa lent í slagsmálum á laugardagskvöldið en man bara ekkert eftir því (Sóley frænka heldur alla vega þessu fram með slagsmálin), það sér ekkert á mér en sá sem ég barði ku vera hel-blár og marinn. Já ég er greinilega ekkert lamb að leika sér við (en man samt ekki neitt). Góður matur var grillaður (kjúlli, lambalundir og humar) og sunnudagurinn fór svo í að taka sig og dótt sitt saman og keyra heim til Rvk. Þetta var yndisleg helgi (eins og ég er örugglega búinn að segja áður), og ég vil þakka öllum fyrir góða skemmtun, við verðum að endurtaka þetta í síðasta lagi að ári!!!

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Það er byrjað að rigna

Nú fór loksins að rigna. Þvílíkur munur að labba í vinnuna í morgun, loftið hreynt eftir regnið og maður sér að gróðurinn hefur strax lifnað við aftur. Á morgun er svo stefnan sett á Austurland. Nánar tiltekið á Egilsstaði þar sem reiknað er með að gista í garðinum hjá Magga frænda. Ég held meira að segja að hann hafi keypt nýtt gestaklósett í tilefni heimsóknarinnar :) Svo er það LUNGA á laugardaginn, mikil spenna er fyrir ferðinni og undirbúningur stendur sem hæst. Við Vaka munum sjá um matinn, ferið verður að versla í dag og það verður sko ekkert slor í matinn. Ég nenni engu pylsu/hamborgararugli í mínum útilegum ;) Kjúlli og lundir, það er meira ég.

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Afmælisveisla le petit prinse í gær



Þá er stúfurinn minn orðinn 4. ára. Það er sem sagt ferming á næsta leyti :) Ég fór norður á mánudagskvöldið, gisti hjá Hlyn á Hólum og þakka ég honum fyrir gestrisnina. Arnþór G. gladdi okkur með nærveru sinni, auk Ránar og Gumma (hinn fanginn í Hjaltadal). Arnþór sá um grillið og fórst honum það afburðavel úr hendi (Hlynur átti að grilla, enda gestgjafinn, en eftir að hann kom inn og spurði hvernig maður sæi hvort kjöt væri tilbúið á grillinu voru völdin tekin af honum). Þriðjudagurinn rann svo upp, einn besti dagur sumarsins á norðurlandi til þessa. Gestir streymdu að um 3, en þar á undan höfðum við stráksi farið í fótbolta, hann í nýja ManUtd. gallanum sem hann fékk frá Nínu og Gísla. Ég verð nú að segja að hann var alveg ótrúlega rólegur yfir öllu pakkaflóðinu sem dundi á honum og svo var algjör snilld hvað veðrið var gott, börnin voru bara úti að leika sér. Ingimar var þá kominn í Batman-búninginn sem hann fékk frá mér (ég reikna fastlega með að hann hafi sofið í honum í nótt). Hjördís og Nonni, vinir Vöku (og hún fyrir að hafa komið þessu í kring) eiga mínar endalausu þakkir fyrir að redda þessu (Vaka bað Hjördísi, sem er í NY, að kaupa þetta fyrir mig því svona búningar eru uppseldir á Íslandi). Takk enn og aftur :)
Nú eru það hins vegar EIP´s sem kalla... (en fyrst nokkrar myndir)




mánudagur, 16. júlí 2007

Frábær helgi

Þá er frábær helgi að baki. D kom í bæinn að austan og á stundum reyndist erfitt að draga hana frá sjónvarpinu (eða kannski ekki) vegna fráhvarfseinkenna (það er víst ekkert sjónvarp á Teigi). Á laugardaginn fórum við á djazz-tónleika á Jómfrúnni, tónleika sem haldnir eru á hverjum laugardegi í sumar, mismunandi stór-djazzarar koma fram og fólk situr og sötrar bjór og gæðir sér á dönsku smörrebröði. Þetta er einstakt framtak og gefur bæjarlífinu nýjan blæ. Vaka komst því miður ekki með okkur en hún smellti sér á Ólafsvík að heimsækja ömmu sína og afa. Ég renndi svo þangað á sunnudaginn að sækja hana. Við keyrðum fyrir nesið í blíðskaparveðri og nutum veðurblíðunnar. Þetta er svakalega fallegt svæði sem ég mæli með að fólk heimsæki hið fyrsta.
Nú hefur bloggið verið notað sem smá dagbók (hehehe), Ingimar minn á afmæli á morgun og ég bruna því norður í land í kvöld til að vera með snúði litla :)
Njótið nú góða veðursins á SV horninu á meðan það gleður okkur, áður en það fer að rigna í nokkrar vikur ;)

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Að hitta naglann á höfuðið...

Sólskin

Mér finnst gott þegar sólin skín, maður verður svo bjartsýnn en á sama tíma nennir maður ekki að vera inni að berja saman setningar í blaðsíðnavís fyrir vinnuna. Hvernig væri því að það rigndi núna í nokkra daga til að vökva aðeins jörðina sem er öll að skrælna, svona til þess að uppskerubrestur verði ekki á suðurlandi vegna þurrks og ég gæti skrifað? Ég væri alla vega alveg til í smá vökvun (að innan sem utan).

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Þjórsárdalur


Horft niður í Þjórsárdal frá veginum að Háafossi

Kirkjan endurbyggða við þjóðveldisbæinn

mánudagur, 9. júlí 2007

Máltæki

Viltu verða svartu blettur á samfélaginu, eða gulur blettur í laki?

Nýir möguleikar á atvinnu???

Eftirfarandi frétt birtist á politiken.dk fyrir einhverju síðan:

"Det skulle være så naturligt, men vi er ikke gode nok - synes vi selv.

Interessen for at søge hjælp hos en sexolog er nu så stor, at der er over et års ventetid på Danmarks to sexologiske klinikker.

Det skriver gratisavisen Metroxpress.

»Det er for eksempel kvinder med manglende sexlyst eller fysiske smerter ved samleje. Det kan også være mænd med rejsningsproblemer,« siger specialist i klinisk sexologi Inge-Lise Bielecki fra Jysk Sexologisk Klinik i Randers til Metroxpress.

Familien lider
Og den lange ventetid på hjælp til sexlivet går ud over familien, mener generalsekretær Bjarne B. Christiansen fra Sex og Samfund:

»Der er slet ikke nok hjælp at hente i forhold til den stigende efterspørgsel, vi oplever. Det er alvorligt, når sexlivet skranter. For mange ender det med en skilsmisse,« siger han.

Men det er ikke bare danskere med en lægeerklæring på et seksuelt problem, der søger hjælp. Helt almindelige danskere betaler gerne for hjælp hos en alternativt uddannet terapeut.

»Det er unge par og singler, der kommer i min praksis. Folk ved for lidt om deres egen krop, og mange kvinder har aldrig fået orgasme,« siger Hope Cedercrantz, som er blandt de første 80 sexologer, der netop har gennemført et års uddannelse hos sexrådgiver Joan Ørting.

Man lærer ikke at kysse
Alle har rygende travlt med at hjælpe folk til et bedre sexliv:

»Det er en hel bølge for tiden. Folk vil gerne have et godt sexliv, men man lærer kun om prævention og kønssygdomme i skolen og fra forældre. Man lærer ikke at kysse,« siger hun til Metroxpress".

Hvað finnst þér svo um þetta mál??? Er þetta kannski rétta hillan fyrir mann???

Viagra er víst vinsælt á sumrin

Eftirfarandi frétt var á vísir.is fyrir nokkru.

"Það er ekki aðeins hitinn sem eykst á sumrin því eftir því sem segir í frétt á vef Jótlandspóstsins eykst sala á stinningarlyfjum eins og Viagra um 15 prósent yfir sumarmánuðina miðað við aðra mánuði ársins.

Haft er eftir kynlífsfræðingi í frétt Jótlandspóstsins að hugsanlega megi skýra þetta með því að fólki láti hversdagslífið lönd og leið og fagni því að það fái loks sumarfrí.

Kynlífsfræðingurinn segir þó aukin sala þýði ekki endilega menn stundi meira kynlíf yfir sumarið. „Þetta er eins og þegar fólk endurnýjar eldhúsið í von um að fjölskyldan muni sitja þar saman öll kvöld. Það er ekki öruggt að það markmið náist," segir kynlífsfræðingurinn".

Það er eins gott að fólk getur bjargað sér á þessum síðustu og verstu ;)

"Sumarfrí" - Ferð í Landmannalaugar

Síðasta föstudag og laugardag fór ég í smá ferðalag með tvo Austurríkismenn, mömmu og Ástríði vinkonu hennar. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar fyrsta daginn og svo var gist í Hrauneyjum, sem áður voru vinnuskúrar Landsvirkjuanar. Skemmtilegt hótel bara sem ég mæli með. Svo er það bara mjög ódýrt, fyrir tveggja manna herbergi borgar maður 4500 kr án morgunmatar. Á laugardaginn var svo haldið niður Þjórsárdalinn sem ég komst að, að er einn fallegasti dalur landsins. Þvílík fegurð að orð fá því bara ekki lýst. Ég mæli með að fólk fari á jeppa ef það leggur á dalinn, m.a. til að fara að Háafossi (myndir fyrir neðan) en að honum er jeppavegar. Stöng, endurbyggði þjóðveldisbærinn eru ómissandi, sundferð í Reykjalaug (held hún heiti það) og svo bara njóta lífsins. Frábær ferð í alla staði, það var snilld að komast aðeins úr bænum og nú sest maður fullur af orku aftur við skriftir :) Fleiri myndir birtast svo þegar fram líða stundir.



fimmtudagur, 5. júlí 2007

miðvikudagur, 4. júlí 2007