fimmtudagur, 30. ágúst 2007

AndVaka...



Já þá er hafinn tími AndVöku (Dagnýju verður seint full þakkað fyrir þessa nafngift :). Ég get nú ekki sagt að þetta sé mikill gleðitími og viðbrigðin mikil þar sem við höfum verið eins og samlokur síðustu tvo mánuði. Til þess að létta mér lundina hef ég því sett upp mikið prógram sem er fullt af hreyfingu og annarri skemmtun, svo sem að fara í Hafnarfjörðinn í dag og sjá KR-inga (vonandi) flengja FH-inga á þeirra heimavelli, Kapplakrika. En sá hlær víst best sem síðast hlær og bíð ég því með mínar frægu rokur þangað til svona um áttaleytið (skipti þeim þá kannski bara út fyrir brjóstumkennanlegum grátrokum, við sjáum til). Skólinn er svo að byrja, ég mæti í minn fyrsta tíma klukkan 8.15 í fyrramálið, Mat á umhverfisáhrifum og svo er það Vistfræði B næsta mánudagsmorgun á sama tíma. Þetta hefur nú aldrei verið beint minn tími en maður lætur sig hafa það, svona alla vega þegar maður er á landinu. Nú er hins vegar verið að leggja lokahönd á sumarverkefnið og það verður klárað að mestu um helgina. Ómæld gleði mun fylgja þeim verknaði :)
Bíb, kveðja grasekkillinn

2 ummæli:

Arnþór sagði...

Mér þykir leitt að segja þér það en leikurinn fór 5-1. Það er heldur slakur árangur að láta Fimleikafélag Hafnafjarðar rótbursta sig svona. Það er spurning hvort að Knattspyrnufélag Reykjavíkur ætti ekki að fara einbeita sér að einhverju öðru en knattspyrnu, t.d. skeifukasti, skyrglímu eða súrslátur-kappáti.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hehehe, jú ég kem sko þessum hugmyndum á framfæri. Alla vega er best að menn hætti þessu boltasparki. Meiru aumingjarnir, og ég tek bara undir orð Gunnlaugs Jónssonar fyrirliða KR að þeir eigi bara ekki heima í deildinni og eigi skilið að falla!!! Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að segja þetta opinberlega...