Eftirfarandi frétt var á vísir.is fyrir nokkru.
"Það er ekki aðeins hitinn sem eykst á sumrin því eftir því sem segir í frétt á vef Jótlandspóstsins eykst sala á stinningarlyfjum eins og Viagra um 15 prósent yfir sumarmánuðina miðað við aðra mánuði ársins.
Haft er eftir kynlífsfræðingi í frétt Jótlandspóstsins að hugsanlega megi skýra þetta með því að fólki láti hversdagslífið lönd og leið og fagni því að það fái loks sumarfrí.
Kynlífsfræðingurinn segir þó aukin sala þýði ekki endilega menn stundi meira kynlíf yfir sumarið. „Þetta er eins og þegar fólk endurnýjar eldhúsið í von um að fjölskyldan muni sitja þar saman öll kvöld. Það er ekki öruggt að það markmið náist," segir kynlífsfræðingurinn".
Það er eins gott að fólk getur bjargað sér á þessum síðustu og verstu ;)
mánudagur, 9. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli