Það er nú meira hvað er brjálað að gera, svona á þessum síðustu og bestu tímum. Mamma er í bústað svo við Vaka ásamt frönskum vini fjölskyldunnar renndum austur að Flúðum og kíktum í mat til múttu. Nú fer að líða að því að ég skili af mér lokaskýrslu sumarverkefnisins, skólinn er að byrja og þ.a.l. skrif á lokaverkefninu mínu auk þess að Vaka mín er að fara til DK, þá hefst tími AndVöku (eins og Dagný komst svo vel að orði). Skotveiðin fer líka að byrja (er reyndar byrjuð) svo maður fer eitthvað að halda til heiða og leggjast svo í skurði þegar líða fer meira á haustið.
Lifið heil (ekki hálf ;)
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jebs, tíminn flýgur og nýtt tímabil - haustið með skólanum er að taka við.
Það verður því endalaus kvöldVaka þangað til ég fer út :)
Skrifa ummæli