fimmtudagur, 12. júlí 2007
Sólskin
Mér finnst gott þegar sólin skín, maður verður svo bjartsýnn en á sama tíma nennir maður ekki að vera inni að berja saman setningar í blaðsíðnavís fyrir vinnuna. Hvernig væri því að það rigndi núna í nokkra daga til að vökva aðeins jörðina sem er öll að skrælna, svona til þess að uppskerubrestur verði ekki á suðurlandi vegna þurrks og ég gæti skrifað? Ég væri alla vega alveg til í smá vökvun (að innan sem utan).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er best að vinna þá bara í gluggalausu rými frá kl 8-4, þá veit maður ekki hvort að það sé sól og blíða eða ekki, það ætti alla vega að virka fyrir vinnugleðina, veit ekki alveg með uppskerubrestinn :)
kveðja,
myrkrahöfðinginn innan blýveggjanna
Mér finnst einmitt allt vera auðveldara þegar sólin skín og það er bjart allan sólahringinn, líka að vera inni og skrifa...maður reynir bara að lepja sólina eins og maður getur eftir vinnu ;)
p.s. ég ætlaði að taka út alla sólskinsdagana sem ég missi af hérna heima úti í Guatemala...en neinei heldurðu að það sé ekki bara rigningartímabil akkúrat þegar ég verð þar !!
Skrifa ummæli